Daglegt líf

Þegar meðferð við brjóstakrabbameini er lokið og þú ert óviss um hvernig tilveran muni verða framvegis, skaltu umfram allt muna að lifa og njóta hvers dags eins og þú eigir góða daga í vændum - marga góða daga. Vonandi getur fróðleikurinn sem þú finnur á þessum síðum hjálpað þér að gæða hvern dag innihaldi og ánægju.

Á eftirfarandi síðum um Daglegt líf (bata og endurnýjun) er fróðleikur um margvíslegt efni sem kann að gagnast þér:

 • Mataræði og næring Hvernig fæða og fæðubótarefni geta haft áhrif á áhættuþætti þína, bata og meðferð.

 • Verkir Tegundir verkja, hvað veldur þeim og hvað hægt er að gera við þeim.

 • Að skilja hvernig ónæmiskerfið starfar
  Fróðleikur um hvernig ónæmiskerfið vinnur og hvað þú getur gert til þess að styrkja það.

 • Langvinn þreyta Hvað veldur langvinnri þreytu og hvað þú getur gert við henni.

 • Að búa til nýtt brjóst Mismunandi aðferðir við að búa til nýtt brjóst og hvers má vænta af hverri þeirra um sig. (ÞESSAR GREINAR hafa verið fluttar og eiga nú heima undir greinum um skurðmeðferð.)

 • Sogæðabólga í upphandlegg Hverjir fá sogæðabólgu í upphandlegginn, hvernig hægt er að forðast hana og hvernig má lækna hana.

 • Að takast á við tíðahvarfaeinkenni Hvernig takast má á við hitakóf, depurð, minnistap, þyngdaraukningu, leggangnaþurrk og margt fleira.

 • Beinheilsa Mæling beinþéttni, hvernig takast má á við beinþynningu, áhrif krabbameinsmeðferðar á beinin og hvað þú getur gert til að styrkja þau.

 • Kynlíf og nánd Breytingar á kynlífi þínu á meðan á glímu við krabbamein stendur og að henni lokinni og hvernig má takast á við þær.

 • Hár, húð og neglur Ýmis ráð til að takast á við aukaverkanir af meðferð sem hafa áhrif á hár, húð og neglur.

 • Lífsgæði Hvernig taka má á viðvarandi aukaverkunum af meðferð og fá eins mikið út úr lífinu og mögulegt er að meðferð lokinni.

 • Frjósemi, þungun, ættleiðing Upplýsingar um þau áhrif sem meðferð við brjóstakrabbmeini kann að hafa á getu þína til að ala barn og hvað þú getur gert til að auka líkurnar á að verða barnshafandi.

 • Að viðhalda þekkingunni

  Mikilvægt er heilsu þinni að halda áfram að hafa samband við lækni þinn eftir að meðferð lýkur og láta fylgjast með þér.

 • ÞB