Beinheilsa

Mikilvægt er að þú gerir allt sem þú getur til að halda beinunum heilbrigðum alla ævi – einkum hafir þú fengið brjóstakrabbamein, því að nýlegar rannsóknir (á ensku) sýna að sumar tegundir meðferðar við krabbameini geta leitt til beinþynningar. Kannski fékkstu sterk bein í vöggugjöf, kannski ertu komin með beinþynningu. Aðrir þættir geta haft áhrif á beinheilsu þína en erfðaþættir, svo sem ótímabær eða snemmbúin tíðahvörf, aldur, hreyfingarleysi og fleira. Því er mikilvægt að huga að bestu leiðinni til að halda beinunum sterkum um leið og valin er meðferðarleið gegn krabbameininu.

Áríðandi er að þú látir kanna ástand beina þinna með mælingu og kynnir þér allt sem þú getur gert sjálf til þess að verja beinin bæði meðan á meðferð stendur og eftir að henni er lokið. Á eftirfarandi síðum um Heilbrigði beina má finna eftirfarandi efnisflokka:

  • Sértu með beinþynningu. Kynntu þér hvernig þú getur unnið að því að styrkja beinin á ný, mælt framfarir eftir því sem tíminn líður og dregið úr hættu á að detta.

ÞB