Beinheilsa
Mikilvægt er að þú gerir allt sem þú getur til að halda beinunum heilbrigðum alla ævi – einkum hafir þú fengið brjóstakrabbamein, því að nýlegar rannsóknir (á ensku) sýna að sumar tegundir meðferðar við krabbameini geta leitt til beinþynningar. Kannski fékkstu sterk bein í vöggugjöf, kannski ertu komin með beinþynningu. Aðrir þættir geta haft áhrif á beinheilsu þína en erfðaþættir, svo sem ótímabær eða snemmbúin tíðahvörf, aldur, hreyfingarleysi og fleira. Því er mikilvægt að huga að bestu leiðinni til að halda beinunum sterkum um leið og valin er meðferðarleið gegn krabbameininu.
Áríðandi er að þú látir kanna ástand beina þinna með mælingu og kynnir þér allt sem þú getur gert sjálf til þess að verja beinin bæði meðan á meðferð stendur og eftir að henni er lokið. Á eftirfarandi síðum um Heilbrigði beina má finna eftirfarandi efnisflokka:
-
Heilbrigði beina. Kynntu þér hvers vegna bein eru svo mikilvæg og hvernig þau breytast með aldrinum og við krabbameinsmeðferð.
-
Uppbygging og eðli beina Kynntu þér hvernig bein missa styrk og hvernig má styrkja þau og hvað gerist í beinunum þegar árin færast yfir.
-
Orakir beinþynningar. Kynntu þér allar persónulegar og læknisfræðilegar staðreyndir um sjálfa þig sem gætu leitt til beinþynningar.
-
Mæling á beinþéttni. Kynntu þér hvernig styrkleiki beina er mældur með röntgengeislum (DXA skanni), blóðsýnum og þvagsýnum.
-
Meðferð við brjóstakrabbameini og beinþynning. Kynntu þér hvaða áhrif lyfjameðferð með krabbameinslyfjum, andhormónameðferð og aðrar krabbameinsmeðferðir hafa á styrkleika beinanna.
-
Umhyggja fyrir beinunum til að tryggja heilbrigði þeirra til æviloka. Kynntu þér hvaða leiðir eru tiltækar til að meta beinhelsu þínu og hve oft þú ættir að láta prófa þig löngu eftir að meðferð lýkur.
-
Líferni sem stuðlar að sterkum beinum. Kynntu þér hvaða leiðir þú getur valið að fara á heimili, í vinnu og annars staðar til að viðhalda styrkleika beinanna.
-
Fæðuval sem stuðlar að sterkum beinum. Kynntu þér hvaða fæðutegundir þú ættir að kaupa inn og/eða sleppa og öruggar leiðir til að viðhalda réttri þyngd með hliðsjón af ástandi beinanna.
-
Kalk, D-vítamín og önnur fætubótarefni. Kynntu þér mikilvægi þess að taka daglega inn vítamín og fæðubótarerfni sem styrkja beinin.
-
Beinstyrkjandi lyf. Lærðu að þekkja áhrifaríkustu lyfin sem stuðla að beinmyndun og verja beinin.
-
Beinstyrkjandi meðferð sem hentar ÞÉR viljir þú setja saman beinverndaráætlun með lækni þínum.
-
Sértu með beinþynningu. Kynntu þér hvernig þú getur unnið að því að styrkja beinin á ný, mælt framfarir eftir því sem tíminn líður og dregið úr hættu á að detta.
ÞB