Önnur lyf við beinþynningu - andhormónalyf

Ýmis andhormónalyf (SERM-lyf: Selective Estrogen Receptor Modulators) eru notuð gegn brjóstakrabbameini. Notkun þeirra felur í sér ákveðna beinvernd.

Tamoxifen er best þekkta lyfið af þessari tegund og er notað við meðferð á brjóstakrabbameini.

Evista (efnafræðiheiti: raloxifene) var þróað og samþykkt til meðferðar við beinþynningu. Á meðan verið var að prófa lyfið sýndi sig að lyfið dró úr hættu á brjóstakrabbameini hjá konum sem fengu það. Ekki hefur það þó enn verið samþykkt sem lyf til meðferðar við brjóstakrabbameini.

Áhrif andhormónalyfja á beinþynningu eru ekki eins mikil og bífosfónata. Það hefur sýnt sig að andhormónalyf auka beinþéttni um 1% til 2% á fjögurra ára tímabili og draga úr hættu á brotum í baki um 30% á þriggja ára tímabili.

Sértu í meðferð við brjóstakrabbameini með aromatasa-hemjurum er líklegt að læknir þinn vilji komast hjá að gefa þér SERM-lyf samtímis. Ástæðan er sú að konum í svo kallaðri ATAC-rannsókn sem tóku samtímis inn arimidex og tamoxifen vegnaði ekki eins vel og þeim sem eingöngu fengu arimidex. Þar sem tamoxifen og raloxifene virka á svipaðn hátt er trúlega skynsamlegt að forðast að taka þau um leið og arimidex.

Önnur lyf

  • Miacalcin (efnafræðiheiti: nasal calcitonin) er lyf sem aðeins má gefa konum sem komnar eru að minnsta kosti fimm ár yfir tíðahvörf. Í því er náttúrlegur hormón, unninn úr laxi, sem veitir kalki í beinin. Af því að hér er um prótín að ræða er ekki hægt að taka það um munn vegna þess að það meltist áður en það nær að hafa áhrif í líkamanum. Því er það gefið daglega með nefúða, 200 alþjóðlegar einingar (IU), til skiptis í hvora nös. Lyfið eykur styrkl beina og getur dregið úr hættu á beinbrotum. Með rannsókn sem stóð yfir í fimm ár var sýnt fram á að það jók beinþéttni í mjóbaki og dró úr hættu á brotum í hryggjarliðum um nokkurn veginn 33%. Samanburðarhópur fékk lyfleysu (sykurtöflu). Ekki hefur verið sýnt fram á að miacalcin dragi úr hættu á annars konar beinbrotum.

  • Hægvirkt fluoride er tegund af sodium flúor sem fer hægt út í blóðið og er tekið til að styrkja bein. Lyfið ýtir undir beinmyndun, eykur beinþéttni og dregur úr hættu á broti í hryggjarliðum. Ókosturinn við þetta lyf er sá að það er aðeins hægt að gefa eitt ár í senn, þá þarf að hvíla í tvo mánuði áður en byrjað er að taka það á nýjan leik. Sé tekið of mikið af lyfinu eykur það beinþéttni en um leið getur það framkallað myndun nýrra beina sem eru veikbyggð og brotna auðveldlega. Of mikið af flúor getur líka valdið beinverkjum í fótleggjum.

  • Teriparatide er skammtur af mennskum skjaldkirtilshormón (PTH= parathyroid hormone) sem örvar myndun nýs beinvefjar. Lyfið er gefið með því að sprauta því einu sinni á dag í lend eða kvið. Vegna þess að langtímanotkun lyfsins hefur ekki verið prófuð, er sem stendur mælt með að það sé ekki notað lengur en í tvö ár. Að þurfa að gefa sjálfum sér sprautu daglega gerir mörgum meðferðina erfiða. Sömuleiðis hafa nýleg krabbameinstilfelli gefið tilefni til að nota ekki lyfið.

Hormónameðferð

Þegar konur komast á breytingaskeið minnkar magn estrógenhormóna í líkamanum til muna. Það þýðir að þær hefur minna af estrógeni til að vernda með beinin.

Hormónameðferð eykur estrógenmagn líkamans. Lyfið er gefið í töfluformi eða með plástri sem skammtar daglega lítinn skammt (0,3 mg) eða stóran skammt (0,625 mg). Það hefur sýnt sig að hormónameðferð af þessu tagi dregur úr beinþynningu, eykur beinþéttni í mjöðmum og hrygg og dregur úr hættu á mjaðarbrotum um 33% hjá konum komnum yfir tíðahvörf og minnkar hættu á hvers kyns beinbrotum um 24%.

Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að langtímanotkun á estrógen/prógestín hormónalyfjum eykur hættu á brjóstakrabbameini. Því er EKKI mælt með þannig lyfjum við konur sem hafa greinst með krabbamein eða eru taldar í áhættuhópi.

Hafir þú greinst með brjóstakrabbamein og þarft á lyfi að halda til að styrkja beinin er líklegt að læknir þinn mæli með annars konar lyfjum en hormónalyfjum. Fyrir þig eru Bífosfónatar og SERM-lyf áhrifaríkur og öruggur kostur.

ÞB