Uppbygging og eðli beina
Börn fæðast með um það bil þrjú hundruð bein í líkamanum. Mörg þessara beina lengjast og gróa við önnur bein þegar börn vaxa úr grasi. Í fullorðnu fólki eru 206 bein. Rétt eins og hirða þarf vel um fullorðinstennurnar, þurfa beinin líka umhirðu til að haldast sterk til æviloka.
Bein líkamans eru afar fjölbreytileg. Talað er um fjórar beingerðir:
-
Löng bein/leggi (handleggi, fótleggi),
-
kjúkur (hendur, fætur),
-
flöt bein (rifbein, höfuðkúpubein),
-
óreglulega löguð bein (hryggjarliði, hnjáliði).
Bein eru gerð úr samsetningi prótíns (einkum kollagens) og steinefna (einkum kalks) og hafa þrjá mismunandi hluta:
-
Yfirborð beina er gert úr sterku, þéttu en léttu efni sem er yst á öllum beinum og kallast börkur (í leggjum og kjúkum). Þetta er úthverfan, sá hluti sem þú finnur fyrir í gegnum hörundið).
-
Innra lagið er gert úr samtengdum, margstrendum hólfum úr beinvef sem kallast gaddar.
-
Inn á milli gaddanna í innra laginu er mergurinn, oft inni í miðju beininu; í sumum beinum er þetta sá staður þar sem framleidd eru sérhæfð blóðkorn, en í öðrum er þarna fyrst og fremst fita.
Bein gegna mörgum og margvíslegum hlutverkum:
-
Þau mynda stoðkerfi líkamans – beinagrindina – sem gerir fólki kleift að standa á tveimur fótum og ganga upprétt.
-
Þau gera líkamann hreyfanlegan með samstarfi vöðva, sina og liðbanda.
-
Þau vernda mikilvæg innri líffæri svo sem hjarta, lungu, heila og mænu.
-
Þau safna í sig og geyma kalk og önnur steinefni.
-
Inni í miðju sumra beina er rauður mergur sem framleiðir:
-
rauð blóðkorn sem flytja súrefni um líkamann
-
blóðflögur sem stöðva blæðingu eftir skurð eða áverka
-
hvít blóðkorn sem berjast gegn sýkingu og sjúkdómum.
ÞB