Ný(tt) brjóst

Ekki virðist skipta máli á hvaða aldri konan er, hvort hún er gift eða einhleyp, hvort eða hvernig kynlífi hún lifir eða hver kynhneigð hennar er, ómögulegt er að segja fyrir um hvernig áhrif það hefur á hana að missa annað brjóstið (eða bæði).

Hafir þú misst annað brjóstið (eða bæði), þarftu að hugsa þig vel um og komast að niðurstöðu um hversu mikilvægt er fyrir þig að fá búið til á þig nýtt brjóst. Sættirðu þig við að vera með brjóst sem þú getur sett á og tekið af að vild? Finnst þér þú þurfa að gangast undir skurðaðgerð og láta búa til á þig nýtt brjóst til að finnast þú heil á ný? Hvenær er rétti tíminn til að láta gera það? Í þessum hluta brjostakrabbamein.is verður reynt að hjálpa þér til að skilja hvaða kostir eru í stöðunni svo að þú áttir þig á hvaða læknisfræðileg og persónuleg atriði er rétt að hafa í huga þegar tekin er ákvörðun.


*Sigurði E. Þorvaldssyni, lýtalækni, eru þökkuð greið svör við ýmsum spurningum sem sneru að skilningi á efninu og íslenskun þess. 

 ÞB