Myndir og frásagnir nokkurra kvenna

Smelltu á myndirnar til að stækka þær og lestu meira um hvernig hægt er að búa til ný brjóst.


Endurskapað brjóst með stilkuðum TRAM-flipa

Undirbúningur
tram_reconstruction1[2]_tcm8-79554

Aðgerð
tram_reconstruction2[2]_tcm8-79557

Skurðir
tram_reconstruction3[2]_tcm8-79561


Françoise—eftir TRAM-flipa aðgerð

francoise_b_tcm8-78794 francoise_e_tcm8-78799


Brjóst endurskapað með vefþenjara

Tómur vefþenjari
tissue_expander[2]_tcm8-79545

Fylltur vefþenjari
tissue_expander2[2]_tcm8-79547



Maria—vefþenjari og saltvatnsfylltur púði

maria_b_tcm8-79145 maria_c_tcm8-79146

Sylvia—vefþenjari

sylvia_b_tcm8-79518


Endurskapað brjóst úr bakfellsvöðva– stilkaður flipi (með blóðflæði)

Stóri bakfellsvöðvi -Latissimus Dorsi
latissimus_dorsi_flap1[2]_tcm8-79047

Stækka mynd

Vöðvinn á nýjum stað
latissimus_dorsi_flap2[2]_tcm8-79052

Stækka mynd









Donna— frír flipi, endurskapaðar geirvörtur, húðflúr

donna_e_tcm8-78752 donna_g_tcm8-78755donna_f_tcm8-78753
Lesa sögu hennar

Endurskapað brjóst með TRAM-flipa - Undirbúningur

tram_reconstruction1[2]_tcm8-79554

Kona eftir brjóstnám. Magálsvöðvinn (Trans–Rectus Abdominis Muscle - TRAM) og aðliggjandi vefir. Dregnar línur fyrir skurðsvæði og verið að undirbúa flutning á vef til að búa til nýtt brjóst..

A brjóstnámssvæðið

B hægri magálsvöðvi

C vinstri magálsvöðvi

D húðeyja/sneið úr kviðvef: húð og fita, sem á að flytja ásamt vöðvanum til þess að búa til nýtt brjóst.



Þú getur lesið meira um endursköpun brjósta með TRAM-flipa aðgerð og um aðrar aðferðir sem þú getur valið um í hlutanum Að búa til nýtt brjóst.

Undirbúningur | Aðgerð| Skurðir



Næsta síða: Endurskapað brjóst með TRAM-flipa - Aðgerð





Endurskapað brjóst með TRAM-flipa – Aðgerð

tram_reconstruction2[2]_tcm8-79557

Kona í aðgerð. Búið til nýtt brjóst með TRAM-flipa.

A útlínur/skurðlínur nýja brjóstsins

B hægri bakfellsvöðvi

C vinstra bakfellsvöðva smokrað undir húð og búið til úr honum brjóst

D skurðlína fyrir nýja staðsetningu á naflanum

E skurður á kviðnum



Kynntu þér betur hvernig brjóst eru endursköpuð með TRAM-flipa og fleiri aðferðum í hlutanum Að búa til nýtt brjóst.



Undirbúningur | Aðgerð | Skurðir



Næsta síða: Endurskapað brjóst með TRAM-flipa - skurðir





Endurskapað brjóst með (stilkuðum)TRAM-flipa - skurðir

tram_reconstruction3[2]_tcm8-79561

Kona með skurði og nýtt brjóst eftir TRAM-flipa aðgerð.

A skurður á nýja brjóstinu

B skurður kringum nýjan stað fyrir naflann

C skurður á kviði

Kynntu þér betur hvernig brjóst eru endursköpuð með TRAM-flipa aðgerð og fleiri aðferðum í hlutanum Að búa til nýtt brjóst.



Undirbúningur | Aðgerð | Skurðir



Næsta síða: Francoise – Nýtt brjóst með TRAM-flipa aðgerð

Francoise – lét byggja upp brjóst með TRAM-flipa aðgerð

francoise_c_tcm8-78797
Francoise 38 ára gömul við greiningu (1990)
Á mynd 45 ára gömul (1997)
Á mynd 48 ára gömul með sogæðabólgu (2000)

Í nóvember 1990 var tekið sýni úr hægra brjóstinu á mér og greindist ég með krabbamein í mjólkurgangi. Um jólin var líka tekið sýni úr vinstra brjóstinu en það reyndist í lagi. Á gamlárskvöld fór ég í brjóstnám og brjóstauppbyggingu með TRAM-flipa í sömu aðgerð. Í sjúkraskýrslunni mátti sjá að ég væri með staðbundið krabbamein í mjólkurgangi með djúpum skurðmörkum. Svo ég fór í geislameðferð með nýja, endurbyggða brjóstið og bringuna – 4500 einingar í tuttuguogfimm daglegum skömmtum á fimm vikum.

Þegar ég greindist fyrst tók ég að leita í læknaritum að myndum sem sýndu brjóstnám og uppbyggingu brjósta í sömu aðgerð, svipaða þeirri og ég var að hugsa um. Á endanum fann ég nokkrar myndir sem reyndust úreltar. Ég fann líka nokkrar myndir af endurbyggðu brjósti sem hafði orðið fyrir fitudauða. Út frá þessum myndum hafði ég á tilfinningunni að ég hefði nokkurn veginn raunsæja hugmynd um hversu alvarleg þessi aðgerð væri og var undir það búin að taka sjálfstæða ákvörðun.

Ég bjóst við að líkami minn myndi líta einkennileg út og kannski þannig að ég yrði hálffeiminn með hann, jafnvel miður mín, en ekki að hann yrði grófur eða ógeðslegur. Ég trúði því þá og trúi því enn að líkami minn sé fallegur þrátt fyrir breytingarnar sem hafa orðið á honum af manna völdum eða náttúrunnar.

Fyrir aðgerðina hafði ég áhyggjur af atriði sem snerti kynlífið. Af því að það var búið að taka af mér hægra brjóstið þá vissi ég að ég mundi ekki hafa neina tilfinningu í því og auk þess væri líklegt að ég missti tilfinninguna í vinstra brjóstinu og geirvörtunni út af sýnatökunni. Tilfinningin og örvunin í brjóstunum hefur alltaf skipt miklu máli fyrir mig við samfarir. Við ræddum þetta, maðurinn minn og ég, og ég sagði honum frá þessum kvíða mínum. Við ákváðum að leita nýrra leiða til að framkalla unað þegar þegar lífshættan væri liðin hjá. Í hugskoti mínu var samt alltaf grunur um að það gæti tekið langan tíma að aðlagast þessari breytingu. Þrátt fyrir það ræddi ég þetta atriði aldrei við lækninn minn vegna þess að við vorum first og fremst upptekin af því að bjarga lífi mínu. Þegar ég hafði náð mér, uppgötvaði ég að ég hafði haldið eðlilegu næmi í vinstra brjósti og geirvörtu.

Líkami minn lítur betur út eftir allar þessar aðgerðir en ég átti von á. Örin hafa dofnað nema þetta sem ég fékk þegar góðkynja hnúður var fjarlægður. Þar er ennþá hárauður blettur á miðri bringunni þótt liðin séu tvö ár. Hnúðurinn var fjarlægður eftir að svæðið var geislað og er viðkvæmara fyrir hvers kyns áföllum. Það er samt ekkert voðalega áberandi og í rauninnii er ekkert sérstakt sem bendir til þess sem hefur verið gert við mig þegar ég er léttklædd um borð í skútunni okkar eða í garðinum – í íþróttabrjóstahaldara, stuttbuxum og með stráhatt. Það sést ekki einu sinni að það vantar aðra geirvörtuna.

Í vefnum sem var fluttur frá maganum upp á bringuna er engin tilfinning. Hann er samt jafnheitur og aðrir líkamshlutar og jafn sléttur viðkomu. Ég er ánægð með sjálfa mig fyrir utan eitt atriði sem er half skringilegt – naflinn á mér er ekki á miðjum kviðnum. Mér finnst ótrúlegt að ég skuli láta þetta trufla mig, en það gerir það. Ef ég hefði vitað fyrirfram að hann yrði ekki á sínum stað, hefði ég getað undirbúið sjálfa mig andlega og það mundi ekki trufla mig núna. Ég er sár yfir því að mér skyldi ekki hafa verið sagt frá þessu fyrir aðgerðina. Ef ég á að gefa einhver ráð, þá er það að biðja um það fyrirfram að fá naflann á réttan stað. Þú getur séð á myndunum af mér, að þótt ég sé með þessar naflapælingar þá hef ég ekki látið gera neitt í því. Ætli þessi skringilegi nafli sé ekki bara orðinn hluti af mér!



Athugasemdir maka:

Ef ég hefði verið spurður um eitthvað í sambandi við útlit vikurnar fyrir aðgerðina, held ég að ég hefði svarað því til að mér væri alveg hjartanlega sama, bara ef hún lifði þennan hrylling af. Ég gerði samt eitt í sambandi við útlit hennar, kvöldið fyrir aðgerðina. Þá spurði ég hana hvort ég mætti taka upp á vídeómyndavélina á meðan hún talaði berbrjósta um aðgerðina sem var í vændum og hvers hún vænti sér af henni. Við gerðum myndbandið í svefnherberginu. Myndavélin var bandamaður minn í því að varðveita ljúfsára, persónulega mynd: fallegu konuna mina til tuttugu ára, kærustuna mina frá því í menntaskóla og besta vin, sem í sakleysi sínu reyndi að varpa eins bjartsýnu ljósi og hugsast gat á þann erfiðan tíma sem fór í hönd – bæði líkamlega og tilfinningalega.

francoise_e_tcm8-78799
Hægra brjóstið numið brott og húðin látin halda sér (húðþyrmandi aðgerð), brjóstið byggt upp í sömu aðgerð með TRAM-flipa, brjóstið geislað, seinni tíma sogæðabólga.



Þegar ég skrifa þetta núna, sex árum eftir aðgerðina, þá eru sterkustu minningarnar tengdar því að? Að leita án árangurs að myndum eða lýsingum á því hvers við mættum vænta af því að láta endurbyggja brjóst, hvernig það liti út og hvernig það gæti litið út ef illa tækist til Sumir vilja vita þetta, aðrir ekki. Við vildum fá að vita allt.

Að sjá í fyrsta skipti áhrifin af aðgerðinni. Að horfa á lækninn fletta umbúðunum frá. Sjá grófa, svarta saumana við hvítt hörundið. Litla sauminn á miðri bringunni sem við botnuðum ekkert í. “Hvað kom fyrir þarna, læknir, urðu einhver mistök? “Nei, þetta er naflinn á henni.” Hreint ótrúlegt.

Og svo þegar örin fóru að dofna – og sáru tilfinningarnar. Eldrauð örin hafa dofnað og það hafa reiði mín og ótti líka gert. Reiði út í heiminn yfir því að hægt sé að ráðast á það sem er okkur dýrmætast í lífinu fyrirvaralaust og ótti við að það verði tekið frá okkur og við skilin eftir vegvillt og ein.

Að bíða í fimm ár með að horfa á myndbandið. Ég gerði mér grein fyrir að fyrir mér hafði vakað að ná myndum af henni fyrir aðgerðina á meðan líkami hennar var ennþá gallalaus. Þannig að ef ég færi að horfa á myndbandið til að virða hana fyrir mér eins og hún var fyrir aðgerð, væri það eins og að segja: “Svona varstu á meðan lífið lék við okkur.” En það væri bara alls ekki satt, því að lífið leikur ekkert síður við okkur núna.

Nýjar fréttir árið 2000

Ég er ennþá ánægð með þá ákvörðun að láta byggja upp nýtt brjóst með TRAM-flipa aðgerð. Ég sveiflast á milli þessa að vera þremur til fjórum kílóum þyngri eða léttari. Endurskapaða brjóstið er alltaf eins og nokkurn veginn jafn stórt og það var þegar það var búið til. Ef eitthvað er hefur það hugsanlega minnkað örlítið.


Næsta síða: Tómur vefþenjari





Tómur vefþenjari

tissue_expander[2]_tcm8-79545

Brjóstsvæðið séð frá hlið. Vefþenjara hefur verið komið fyrir.

A vefþenjari - tómur

B gátt

C slanga

D sprauta

E rifbein

F stóri brjóstvöðvinn

G aðrir vöðvar í bringunni (3 línur í einn bókstaf)

Lestu meira um ígrædd brjóst (púða) og aðrar leiðir til að búa til nýtt brjóst.

Tómur vefþenjari | Fylltur vefþenjari



Næsta síða: Fylltur vefþenjari





Fylltur vefþenjari

tissue_expander2[2]_tcm8-79547

Brjóstsvæðið séð frá hlið. Vefjþenjarinn á sínum stað og búið að fylla hann.

A vefþenjari –fylltur

B gátt/op

C slanga

D sprauta

E rifbein

F stóri brjóstvöðvinn

G aðrir vöðvar á bringunni (3 línur í einn bókstaf)



Lestu meira um ígrædd brjóst (púða) og aðrar leiðir til að endurskapa brjóst á vefsvæðinu Að búa til nýtt brjóst

Tómur vefþenjari | Fylltur vefþenjari



Næsta síða: Maria – Vefþenjari og ígrætt brjóst með saltvatnsfyllingu





Maria – Vefþenjari og púði með saltvatnsfyllingu

maria_tcm8-79149
Maria var 32 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein (1992)
Á myndinni er María fertug (2000)



Sumarið 1992 greindist ég með brjóstakrabbamein. Ég man að ég var í mínu árlega eftirliti hjá kvensjúkdómalækni, og mér til undrunar fann hún ótrúlega stóran klump í vinstra brjóstinu á mér. Hún sendi mig samstundis til sérfræðings sem sendi mig til að láta taka úr mér stungusýni. Ég man að ég grét þegar nálinni var komið fyrir á brjóstinu í leit að æxlinu og ætti að fara að taka sýnið. Svo tók við skelfilegur tími á meðan ég var að bíða eftir niðurstöðunum úr sýnatökunni. Þegar loksins var hringt í mig frá lækninum varð ég algjörlega niðurbrotin að fá að vita að ég væri með krabbamein. Ég vara bara þrjátíu og tveggja ára gömul og spurði sjálfa mig í sífellu af hverju ég hefði orðið fyrir þessu: “Hvers vegna ég, hvers vegna ég?” Bæði móðuramma mín og móðursystir höfðu dáið úr krabbameini í eggjastokkum. Á hverju kvöldi bað ég grátandi til Guðs og bað hann að gæta barnanna minna, David og Christina. Ég var í alvöru viss um að ég mundi deyja. Ég talaði við fleiri lækni, bæði einn og tvo, en allir læknarnir sem ég talaði við mæltu með að vinstra brjóstið yrði fjarlægt með húðþyrmandi aðgerð og búið yrði til nýtt brjóst í sömu aðgerð með því að nota ígræddan púða með saltvatnsupplausn.

maria_b_tcm8-79145
Vinstra brjóstið numið brott en húðin látin halda sér og samtímis komið fyrir vefþenjara ásamt saltvatnsfylltum púða.

Ég átti að fara í aðgerð í október 1992 við Beth Israel Medical Center í New York og mig langar til að nota þetta tækifæri til að þakka brjóstaskurðlækninum, Dr. Ferstenburg, og lýtalækninum, Dr. Goldenberg, fyrir stuðninginn og alúðina sem þeir lögðu í þetta.

Ég var höfð á krabbameinslyfjum í heilt ár, með ansi slæmum aukaverkunum, en sem betur fer réð ég við það. Mánuði eftir síðustu lyfjagjöfina varð ég ólétt af þriðja barninu mínu, Peter. Krabbameinslæknirinn minn vildi að ég færi í fóstureyðingu vegna þess að barnið myndi fæðast veikt. Ég sagði við hann: “Guð er ekki vitlaus og veit hvað Hann er að gera.” Peter er núna orðinn fimm ára og er mjög skemmtilegur og vel gefinn strákur. Ég gæti ekki óskað mér yndislegri drengs; hver einasta móðir myndi vera stolt af honum. Ég þakka Guði fyrir árin sem hann hefur leyft mér að vera með þessum þremur fallegu börnum. Mér líður vel með sjálfa mig.





Sylvia - Vefþenjari

sylvia_b_tcm8-79518
Sylvia var 51 árs þegar hún greindist (1996)
Á myndinni er hún 52 ára (1997)

Það voru tekin stungusýni úr brjóstinu og síðan fór ég í brjóstnám. Vefþenjara var komið fyrir við aðgerðina. Það var settur í mig brjóstapúði og svo búin til geirvarta og vörtuhringur þegar ég fór í seinni aðgerðina hálfu ári sienna til að láta fjarlægja vefþenjarann. Eftir að hafa lesið brjóstabók Dr. Susan Love (Dr. Susan Love's Breast Book) var ég sannfærð um að ég væri að taka rétta ákvörðun og hefði valið rétt.

Til að byrja með forðaðist ég að horfa á sjálfa mig í spegli; en eftir því sem vefþenjarinn fylltist varð ég ánægðari með árangurinn. Ef ég þyrfti að láta gera þetta aftur mundi ég fara eins að. Ég mæli alveg hiklaust með þessari lýtaaðgerð við aðrar konur.

Athugasemdir maka:

Fyrir aðgerðina var ég áhyggjufullur en engu að síður sannfærður um að allt mundi ganga vel; þegar það gekk eftir, var ég bæði þakklátur og þungu fargi af mér létt.

Myndirnar eru úr bókinni Show Me (2. útgáfu), safni mynda af konum sem hafa lifað það að fá brjóstakrabbamein, fara í sneiðnám eða brjóstnám og láta endurskapa brjóst, frásagnir þeirra, hugsanir og tilfinning fyrir líkamanum. Show Me er myndasjóður sem hægt er að ganga í og skoða litmyndir af og lesa frásagnir þrjátíu kvenna sem flestar voru meðhöndlaðar við Penn State Hershey Medical Center's og eru í stuðningshópi kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein (Breast Cancer Support Group í Hershey, PA). Til að panta eintak af þessari einstöku heimild getur þú farið inn á heimasíðu The Penn State Hershey Medical Center's Women's Health .





Stóri bakfellsvöðvinn (latissimus dorsi)

latissimus_dorsi_flap1[2]_tcm8-79047

Kona með stóra bakfellsvöðvann á sínum stað.

Lestu meira um hvernig nýtt brjóst er búið til úr stóra bakfellsvöðvanum (bakfellsvöðvaflipi)

Stóri bakfellsvöðvinn| Vöðinn á nýjum stað

Næsta síða: Vöðvinn á nýjum stað



Vöðvinn á nýjum stað

latissimus_dorsi_flap2[2]_tcm8-79052

Mynd af konu þar sem stóra bakfellsvöðvanum hefur verið smokrað fram á bringuna til að búa til nýtt brjóst.



Lestu meira um hvernig brjóst eru endursköpuð með bakfellsvöðvaflipa.

Stóri bakfellsvöðvinn | Vöðvinn á nýjum stað

Næst síða: Donna – Frír flipi, endursköpuð geirvarta, húðflúr





Donna – frír flipi, endursköpuð geirvarta, húðflúr

donna_tcm8-78759
Donna, 39 ára gömul við greiningu (1998)
Donna 41 árs og myndir teknar eftir að brjóstin hafa verið endursköpuð (2000)

Ég var búin að fara reglulega í brjóstamyndatöku í fimm ár. Brjóstin voru alltaf skoðuð um leið og ég fór í legskoðun hjá kvensjúkdómalækni. Svo pantaði ég brjóstamynd mánuði seinna. Eftir að ég hafði farið í brjóstamyndina var hringt í mig á laugaradegi af röntgentækni sem sem sagði mér að röntgenlæknirinn vildi að ég kæmi aftur á mánudeginum í ítarlegri skoðun. Ég var náttúrlega að farast úr áhyggjum um helgina. Svo fór ég og það voru teknar fleiri myndir, ég var ómskoðuð og fór svo heim eftir að röntgenlæknirinn sagðist ætla að sýna einhverjum kollegum sínum myndirnar og fá álit fleiri lækna. Svo hringdi hann í mig á föstudegi og sagði mér að ég þyrfti að fara til skurðlæknis og láta taka lífsýni. Þá varð ég ennþá hræddari, sérstaklega þegar röntgenlæknirinn las heimanúmerið sitt inn á símsvarann hjá mér ef ég skyldi vilja spyrja einhvers í sambandi við sýnatökuna. Ég sótti filmurnar á mánudegi til að fara með þær til skurðlæknisins, og af því að ég var að vinna á þessu sviði, þá VARÐ ÉG að lesa skýrsluna – hefði betur látið það ógert! Alls staðar stóð skrifað aftur og aftur – “mjög líklega illkynja”.

donna_d_tcm8-78749
Bæði brjóstin endursköpuð með fríum flipa og nýjum geirvörtum.



Ég fór að hitta skurðlækninn á vopnahlésdaginn. Hann tók nálarsýni á stofunni sinni og sagði mér að fara og fá mér eitthvað að borða og koma svo aftur eftir klukkutími. Þetta var lengsti klukkutíminn í lífi mínu. Sýnið reyndist jákvætt og sýndi krabbamein í mjólkurkirtlum. Mér fannst heimurinn hryngja í kringum mig.



Ég átti bágt með að ákveða hvort heldur ég ætti að fara í fleygskurð eða brjóstnám. Ég vissi að það var að minnsta kosti eitt æxli sem skurðlæknirinn áætlaði að væri um 3 sentímetrar, og svo annar grunsamlegur hnúður. Ég hafði áhyggjur af því hvernig ég mundi líta út, hvað maðurinn minn myndi gera og hvernig krakkarnir myndu bregðast við, hvort hægt væri að ná öllu ef ég færi í fleygskurð o.s.frv. o.s.frv. Að lokum ákvað ég að fara í brjóstnám því ég vildi ekki þurfa að fara í viðbótarskurðaðgerð. Svo hélt ég líka að þá mundi ég losna við að fara í geislameðferð, sem reyndist ekki rétt hjá mér. Þetta reyndist samt góð ákvörðun því það kom í ljós að það voru tvö krabbameinsæxli í brjóstinu, eitt sem var 5 sm og annað sem var 1,3 sm og á þeim stöðum að nánast allt brjóstið kom við sögu. Útlitið var ekki gott. Þetta reyndist krabbamein í mjólkurgöngum með hneigð í átt að mjólkurkirtlunum, krabbamein fannst líka í fjórtán eða fimmtán eitlum og hafði borist út í vefinn umhverfis eitlana. Ég óttaðist mjög að meinið hefði dreift sér enn frekar, en sem betur fer hafði það ekki gerst.

Ég bjóst við fyllast hryllingi þegar ég sæi skurðinn svo það kom mér á óvart að sjá að hann var alls ekki “ógeðslegur”. Mér fannst eiginlega stóra slapandi brjóstið sem var enn á sínum stað hálfógeðslegt!

Vegna þess hve æxlið var stórt og margir eitlar sýktir var ég sett í mjög stífa meðferð með krabbameinslyfjum. Ég fór í fyrstu lyfjagjöfina þremur dögum fyrir jól. Ég fékk átta umferðir af lyfjum, fjórar með Adriamycin/Cytoxan og Taxotere. Síðan fékk ég þrjátíu geislaskammta á bringuna og holhöndina. Ég þarf að taka Tamoxifen næstu fimm árin. Þó að mér liði hálfömurlega á meðan á meðferðinni með krabbameinslyfjunum stóð, þá fannst mér samt geislameðferðin erfiðari, því ég varð sífellt þreyttari eftir hvert skipti.Ég var að reyna að gera allt - vinna, hugsa um barnið sex ára og standa mig sem eiginkona, og geislameðferðin tók svo sannarlega sinn toll. Það liðu margir mánuðir eftir að henni lauk þangað til mér fannst ég hafa einhverja agnarögn af orku.

donna_e_tcm8-78752
Bæði brjóstin endursköpuð með fríjum flipa og geirvörtum



Ég ákvað að láta byggja upp brjóstið um það bil ári eftir að ég greindist. Ég er mjög fegin að ég skyldi bíða með það þangað til öllum meðferðum var lokið. Þannig fékk ég tíma til að kynna mér málin, leita álits hjá fleiri en einum og finna framúrskarandi lækni sem sérhæfir sig í að búa til brjóst með lausum flipa. Ég ákvað að láta fjarlægja vinstra brjóstið í fyrirbyggjandi skyni vegna þess að hvað það tók á mig að skoða brjóstið í leit að krabbameini, ég réð bara ekki við það. Hver einasti sakleysislegi hnúður rak mig með öndina í hálsinum til læknisins. Ég fann að ég gat ekki lifað við það. Auk þess hefði þurft að taka þetta stóra, slapandi brjóst alveg í gegn ef einhver von átti að vera til að það liti nokkurn veginn út eins og nýja brjóstið. Ég var í ellefu klukkutíma á skurðarborðinu og á meðan var vinstra brjóstið fjarlægt í fyrirbyggjandi skyni og byggð upp ný brjóst báðum megin með fríum flipum úr efri hluta kviðarins. Nýju brjóstin voru búin til með því að nota fitu og vef úr maganum á mér.

Æðarnar í kviðnum voru skornar í sundur, fitu og vef komið fyrir á sínum stað og æðarnar tengdar á ný undir smásjá. Af því að ekki var fjarlægður neinn vöðvi úr kviðnum þarf ég ekki að óttast að fá kviðslit. Ég hef fundið fyrir verkjum eftir aðgerðina lengur en ég bjóst við. Ég finn enn til eymsla í kviðnum eftir fjóra mánuði. En árangurinn bætir það upp. Ég fór í aðra aðgerð þremur mánuðum eftir að brjóstin voru byggð upp á ný til þess að láta setja á þau geirvörtur og laga útlínurnar til þess að bæði brjóstin yrðu eins. Sú aðgerð tók um tvo tíma. Geirvörturnar voru búnar til með því að rykkja húðina á brjóstinu.

donna_f_tcm8-78753
Húðflúr

Mér fannst það miklu viðkunnanlegra heldur en að búa til geirvörtur með húð af einhverjum öðrum hluta líkamans. Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá því að geirvörturnar voru búnar til, voru þær húðflúraðar og vörtubaugar umhverfis, svo nú er þessari “viðgerð” lokið. Í fyrsta skipti eftir að ég varð fullorðin get ég gengið um án þess að vera í brjóstahaldara? og það er æðislegt. En ansi mikið á sig lagt til að fá fallega löguð brjóst og flatan maga!

Makinn segir frá:

Í upphafi var það eina sem skipti mig máli það að konan mín næði heilsu og fengi að lifa áfram, heilbrigð á líkama og sál. Það var ofboðslegt áfall þegar hún greindist með krabbamein og öll óvissan sem fylgdi í kjölfarið, allar ákvarðanirnar sem þurfti að taka, reyndu mjög á okkur bæði. Hugsanir eins og “af hverju ég?” sóttu á og stundum algjör afneitun. Þannig tilfinningar hurfu þó fljótt en í staðinn komu reiði og gremja. Allar þessar tilfinningar voru fyrir hendi í einni eða annarri mynd.

donna_g_tcm8-78755
Húðflúr

Nú er ég að tala um tímann fyrir skurðaðgerðina. Stundum beindust þessar vondu tilfinningar að skurðaðgerðinni sjálfri, sem við nánari umhugsun var ekki réttmætt. Það var ekki skurðaðgerðin sem ógnaði okkur heldur krabbameinið. Nú þegar skurðlæknirinn hefur lokið verki sínu og búið er að endurskapa brjóstin, þá eru þessar tilfinningar að mestu horfnar. Það lúrir þarna einhver örlítil óvissa, en yfirleitt horfi ég fram á veginn – en ekki um öxl – til að takast á við það sem bíður okkar núna. Þótt ég hafi ekki upplifað sjúkdóminn sjálfur öðru vísi en í gegnum konuna mina, þá hefur skoðun mín á krabbameini ekkert breyst. Krabbamein er lævís og andstyggilegur sjúkdómur sem kemur aftan að manni. Tilfinningar og hugsanir um að hann sé sprottinn af sekt eða sé refsing fyrir gamlar syndir og alls kyns fáránlegir órar fylgja honum, en þær hverfa með tímanum.

Ég hef reynt að raða krabbameinssögu konu minnar í nokkur tímabil. Það er auðveldara en að reyna að sjá þetta allt sem eina heild. Eftir fyrsta áfallið þegar við fengum að vita af greiningunni og horfunum og að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð, varð brýnast að finna krabbameinslækni sem henni líkaði vel við og væri nógu mikið í spunnið til að mæta jafn sjálfstæðri og ákveðinni konu og konan mín er. Hann varð líka að vera vel að sér í sambandi við öll meðferðarúrræði og hver þeirra gætu yfirleitt komið til greina.

Á hverjum degi er ég minntur á hversu lánsamur ég er að eiga konu eins og hana sem lætur ekkert buga sig. Góða skapið hennar og lífsorkan eru ótrúleg. Ég er þakklátur fyrir þann styrk sem hún hefur og um leið fullur aðdáunar og undrunar. Það breytti engu hjá okkur hjónunum að hún skyldi fara í brjóstnám. Ég hef reynt að styðja hana og vera jákvæður, en fyrst og fremst hef ég reynt að koma henni til að hlæja. Ef mér tekst að skemmta henni og get fengið hana til að brosa þá líður henni betur og hið sama má segja um mig. Ég hef líka reynt að standa mig betur í heimilisstörfunum og uppeldi og umsjá krakkanna. Ég mun halda því áfram og gera meira ef á þarf að halda. Ég elska konuna mina og ber djúpa virðingu fyrir henni. Tilfinningar mínar til hennar vaxa og dýpka með hverjum deginum og sömuleiðis aðdáun mín á styrk hennar og visku. Hún hefur tekið á þessum erfiðleikum af ótrúlegum styrk og skynsemi. Hún býr yfir einhverjum innri krafti sem hún vissi ekki einu sinni sjálf að hún hefði. Ég þakka skaparanum fyrir konuna mina og er þakklátur fyrir að með þessum sjúkdómi gafst mér tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja í hjónabandi okkar.

donna_h_tcm8-78757
Húðflúr

Sé hægt að segja eitthvað jákvætt um krabbamein er það helst að það gefi fólki tækifæri til að þroskast. Ég lít konuna mína öðrum augum núna; hún er miklu sveigjanlegri och sterkari andlega en áður og ég sæki daglega til hennar styrk og læri af henni. Ég ætla mér að gera það sem ég get til að vera staðfestur og veita kímni, og góðum anda inn í samband okkar. Mér finnst konan mín yndisleg, ég nýt návistar hennar og langar til að halda áfram að njóta hennar um ókomin ár. 

Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Show Me (2. útgáfa), myndasafn sem geymir myndir af krabbameinskempum sem farið hafa í fleygskurð, brjóstnám, enduruppbyggingu brjósta svo og hugleiðingar um líkamsímyndir. Show Me er myndabók þar sem sýndar eru litmyndir og umsagnir þrjátíu kvenna sem hafa greinst með krabbamein, farið í gegnum meðferð og eru á lífi að fimm árum liðnum ("survivors" eða krabbameinskempurnar sem ég kýs að kalla svo). Myndirnar eru flestar fengnar frá Penn State Hershey Medical Center's Breast Cancer Support Group í Hershey, PA, en það er miðstöð samhjálpar kvenna við sjúkrahúsið. Til að panta eintak úr þessu ómetanlega safni þarf að fara inn á heimasíðu kvennadeildar spítalans:  The Penn State Hershey Medical Center's Women's Health.

 ÞB