Kostnaður er breytilegur

*Kona sem missir brjóst, að hluta eða í heild, vegna krabbameins, fær í hendur beiðni frá krabbameinslækni sínum sem hún hefur með sér þegar tími er kominn til að útvega laus(t) brjóst, brjóstahaldara, sundföt eða annað það sem hún þarfnast. Kostnaðarhlutdeild Tryggingastofnunar ríkisins er ákveðin af stofnuninni, bæði fjárhæð og fyrir hvað er greitt. Fjárhæð til ráðstöfunnar  er því breytileg á hverjum tíma.

Í stórum dráttum eru reglurnar þær að í fyrsta sinn sem konan fer til að útvega sér það sem hún þarf mest á að halda  hefur hún ákveðna upphæð . Að ári liðnu getur hún farið og endurnýjað það sem hún kýs að endurnýja. Meðal þess sem heimildin nær til eru laus brjóst, geirvörtur til álímingar, brjóstahaldarar, samfellur, sundföt og sundbrjóst sem eru léttari og ódýrari en gervibrjóstin.

Séu bæði brjóstin tekin, alveg eða að hluta, tvöfaldast úttektarheimildin. Þegar kaupin eru gerð þarf ekki að leggja út fyrir öðru en því sem hugsanlega fer fram úr heimildinni og nægir að leggja fram beiðni læknis.

 

*Þessi grein er öll staðfærð af þýðanda.

ÞB