Mismunandi tegundir gervibrjósta

Ummæli einstaklings:

"Ég get mátað föt hvar sem er án þess að nokkur átti sig á að það er ekki mitt eigið brjóst sem er inni í brjóstahaldaranum." —Rose

Gervibrjóst eru gerð úr margs konar efnum, eru allavega í laginu og í mörgum stærðum. Þau geta verið úr sílikonhlaupi, froðu eða með trefjafyllingu, mismunandi þung eða létt eftir atvikum. Besta gervibrjóstið er í laginu eins og þitt, jafn þungt, með sömu þyngdardreifingu og lætur undan þrýstingi eða hreyfist á sama hátt og raunverulegt brjóst. Auk þess er það með tilbúna geirvörtu sem lítur út eins og þín eigin geirvarta eða sem líkust henni.

Hægt er að velja úr miklum fjölda tilbúinna brjósta sem passa við þitt eigið brjóst eða líkjast því að lögun. Til er fyrirtæki sem býður áttatíu og sex mismunandi stærðir. Meira að segja eru búin til gervibrjóst með límpúðum sem festir eru við efri brún brjóstsvæðisins, þannig að þú getur gengið án brjóstahaldara ef þig langar til.

*Hafi brjóst verið fjarlægt að miklu eða öllu leyti færðu með þér létta púðafyllingu og þægilegan bómullarbrjóstahaldara, hnepptan að framan og með frönskum rennilás, sem er mátaður á þig áður en þú ferð heim af spítalanum eftir aðgerðina

Fjölbreytni er góð

Trúlegt er að þú viljir fá þér tvenns konar gervibrjóst:

1. Létta tegund (með polyfyllingu eða froðu) sem er heppileg á meðan þú ert að jafna þig eftir skurðaðgerð vegna þess að hún er þægilegust. Svona gervibrjóst er þægilegt þegar ekkert sérstakt stendur til og er fínt í hita eða sundi. Ekki minnka þægindin við að það má þvo það í þvottavél.

Lightweight foam form

 

Létt froðubrjóst

Ljósmynd með leyfi
Nearly Me

2. Mjög eðlilegt silikonbrjóst (má þvo í höndum) sem þér gæti þótt meira aðlaðandi. Margar konur velja að vera með svona brjóst þegar þær njóta ásta vegna þess að makanum finnst þau eðlileg viðkomu. Þau eru líka heppileg þegar það skiptir þig verulegu máli að brjóstin séu bæði í sömu hæð innan undir kjól eða annarri flík. Þyngdin í svona gervibrjóstum uppfyllir þau skilyrði betur en þau sem léttari eru.

Tvær tegundir eru fáanlegar:

  • Ósamhliða (þá kemur annað í staðinn fyrir vinstra brjóst og hitt í stað hægra brjósts).

  • Einslaga þrýhyrningar sem hægt er að hafa upp á hvora hliðina sem vera skal; hægt er að snúa breiðu hliðinni út til að fylla upp í brjóstahaldarann eða inn á við til að fá stóran barm og skoru. 

Symmetrical triangle form

 

 

Eins og þríhyrningslaga

Mynd með leyfi Nearly Me

 

 

 

Asymmetrical form

 

 

Ósamhliða sílikonbrjóst

Mynd með leyfi Nearly Me

 


Sílikonbrjóst er þungt (sérstaklega fyrir konur með stóran barm) og getur sigið í. Að fá jafnþungt brjóst á móti þínu eigin hjálpar þér hins vegar til að halda öxlunum í sömu hæð og vera bein í baki. Í Ameríku kosta svona gervibrjóst frá innan við 100 dali upp í 200 dali og jafnvel 500 fyrir mjög vönduð brjóst (stærð hefur ekki áhrif á verðið). Þau endast í tvö til fimm ár. Saltvatn (sjór), sundlaugavatn og heitir pottar eyðileggja laus sílikonbrjóst.

Sérhönnuð brjóst

Sértu tilbúin að slá um þig geturðu látið búa til gervibrjóst handa þér sérstaklega sem er þá haft þannig að það passar fullkomlega við útlínur líkamans og hitt brjóstið. Sértu í þeim sporum að bæði brjóstin hafa verið fjarlægð getur þú hins vegar valið hvaða lögun sem vera skal og fengið þér brjóst sem eru nákvæmlega eins og þig langar til að hafa þau. Svona brjóst kosta í Bandaríkjunum um það bil 3.000 dali.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB