Hvers vegna að byggja aftur upp brjóst?

Þetta sögðu þær:

„Ég var orðin leið á að þurfa að byrja daginn á að leita að líkamspörtum og troða innan í brjóstahaldara sem ég hafði aldrei þurft að ganga með áður en ég fór í brjóstnámið.”

- Laura

„Ég vil geta verið í uppáhaldsfötunum mínum og fundið að þau sitja rétt. En fyrst og fremst vil ég ekki þurfa að finna fyrir þessu tómarúmi sem minnir mig á krabbameinið og meðferðina í hvert skipti sem ég klæði mig.”

- Janet

Rúmlega sjö af hverjum tíu konum sem fara í brjóstnám stíga næsta skref og láta endurskapa annað eða bæði brjóstin og um það bil helmingur þeirra ákveður að láta græða í sig gerviefni (*átt er við bandarískar konur). Hinar velja flestar aðgerð sem kallast TRAM-flipa aðgerð, en þá er notaður vefur úr þeirra eigin líkama til að búa til nýtt brjóst. Flestar konur velja að láta endurgera brjóstið strax, eigi þær þess einhvern kost. Sumar konur sem farið hafa í fleygskurð velja þann kost að láta gera aðgerð á báðum brjóstunum þannig að þau líti eins út.

Meira um tímasetningu:

Ástæður þess að konur velja að láta búa til á sig nýtt brjóst eru mjög misjafnar og fer það eftir lifnaðarháttum, starfsgrein og skaphöfn hverrar og einnar.

Ástæður þínar fyrir að vilja láta búa til á þig nýtt brjóst eru hugsanleg ekki þær sömu og flestra annarra. Þú þarft heldur ekki að gera neinum til hæfis nema sjálfri þér.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB