Fyrstu skrefin

Umsögn konu:

Það tók Gena talsverðan tíma að ákveða sig, en einn daginn var hún orðin leið á að leita að varahlutum sem áttu heima í brjóstahaldar-anum: ?Ég hafði alls ekki leitt hugann að þessu áður en brjóstið var tekið — að fást við sjúkdóminn var nóg til að það þyrmdi yfir mig. Mér var alveg um megn að hugsa um nokkuð annað á þeim tíma.”

Leitaðu svara og hugsaðu þig vel um

Hafi annað brjóstið (eða bæði) þegar verið fjarlægt með skurðaðgerð – eða þú á leið í brjóstnám – þarftu hiklaust að fá tækifæri til að ræða við lækni þinn um möguleikann á að láta búa til ný(tt) brjóst. Hafi verið fjarlægður hnútur úr brjóstinu og það aflagast töluvert, er hugsanlegt að þú viljir kanna möguleikann á að láta laga brjóstið.

Þótt þú megir varla til þess hugsa að fara í fleiri skurðaðgerðir skaltu ekki gefa hugmyndina alveg upp á bátinn án þess að velta henni rækilega fyrir þér.

Fáðu að vita nákvæmlega hvað skurðlæknir/lýtalæknir telur að þurfi að gera, bæði strax og síðar, á meðan þú ert að taka ákvörðun og kynna þér hvaða kosti þú getur valið um. Til dæmis gæti hugsanleg röð aðgerða verið sú að búið er til nýtt hægra brjóst í stað þess sem var numið brott og vinstra brjóstið minnkað í leiðinni — og að einhverjum tíma liðnum — búin til geirvarta á nýja brjóstið.

*Þú þarft að ræða um það við lækni þinn hver kostnaðarhlutdeild þín í aðgerð eða aðgerðum verður og hversu stóran hlut Tryggingastofnun ríkisins er tilbúin að greiða og hve langur tími má líða frá því að brjóstið var fjarlægt þangað til þú ferð í aðgerð. Ýmsar aðrar spurningar kunna að vakna í sambandi við kostnað sem skurðlæknir og félagsráðgjafi á spítalanum geta hjálpað þér að fá svarað. Meginreglan er þó sú að telji krabbameinslæknir eða skurðlæknir þörf á aðgerð og hún fer fram á sjúkrahúsinu, tekur TR fullan þátt í kostnaðinum. Lagfæringar eftir á gætu flokkast undir lýtaaðgerðir og þá gilda aðrar reglur. Mestu máli skiptir þó að fá svar við spurningum og finna leiðir sem þú ert sátt við og snerta líkamlega og andlega líðan þína.

* Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda og ábyrgðarmanns.Næsta síða:
Aðgerð strax eða síðar?

ÞB