Tímasetning aðgerðar með hliðsjón af greiningu

Í stuttu máli:

Að koma fyrir vefþenjara tefur ekki fyrir meðferð eða bata og breytir ekki heldur tiltakanlega útliti á meðan hann hefur ekki verið fylltur með saltvatni. Þessi aðgerð hefur reynst mörgum konum vel og þeim líður betur – að minnsta kosti hafa þær þá stigið fyrsta skrefið í þá átt að fá nýtt brjóst. Séu einhverjar líkur á því að þú þurfir að fara í geislameðferð, biddu þá skurðlækni þinn að tryggja að ekki verði settur inn vefþenjari með gátt úr málmi. Vefþenjarinn verður allur að vera úr plasti

Sértu ekki viss um á hvaða stigi brjóstakrabbameinið er, gætir þú þurft að lesa þér til á eftirfarandi síðum brjostakrabbamein.is:

Brjóstakrabbamein á fyrstu stigum

  • Í góðu lagi er að búa strax til nýtt brjóst.

  • Tvo sjálfstæða skurðlækna og aðstoðarfólk þarf til gera tvær aðskildar aðgerðir.

  • Tíminn ræðst af því hvenær skurðstofa er laus fyrir aðgerðirnar og hvenær skurðlæknar hafa tíma – það getur þýtt dálitla bið.

Brjóstakrabbamein á millistigi eða dreift krabbamein

(Æxlið er stærra en fimm sentímetrar; krabbamein hefur borist í eitla)

  • Eftir að brjóstið hefur verið tekið þarftu trúlega mjög fljótlega að fara í meðferð með krabbameinslyfjum eða í geislameðferð, nema hvort tveggja sé.

  • Best er að fresta því að búa til nýtt brjóst þar til meðferð er að fullu lokið (hálft til eitt ár).

  • Þegar þar að kemur verða þarfir þínar, heilsufar og hugsanleg viðbótarkíló af völdum lyfjagjafar komin á rétt ról þannig að þú getir tekið ákvörðun um nýtt brjóst sem þú ert ánægð með.

Staðbundið dreift brjóstakrabbamein og bólgukrabbamein í brjósti

(brjóstakrabbamein á stigum IIIA og IIIB)

Af mörgum ástæðum ættirðu ekki að fara strax í aðgerð til að láta búa til nýtt brjóst:

  1. Tíminn sem það tekur þig að jafna þig og gróa sára þinna seinkar óhjákvæmilega nauðsynlegri meðferð með krabbameinslyfjum og geislum.

  1. Hvers kyns aðgerð í því skyni að búa til nýtt brjóst getur aflagað vefinn umhverfis brjóstholið sem læknar þínir verða að halda áfram að fylgjast mjög náið með vegna möguleika á að krabbamein taki sig upp á ný.

  1. Geislameðferð mun tímabundið – stundum til frambúðar – gera vefinn á meðferðarsvæðinu stífan sem aftur gæti breytt vöðvavef og fitu sem notað til að búa til nýtt brjóst og gert það að verkum að brjóstið virðist óeðlilegra en ella.

Tissue Expander
Stækka mynd

Hliðarmynd af brjóstasvæði og tómum vefjaþenjara sem komið hefur verið fyrir.

A Tómur vefþenjari
B Gátt
C Slanga
D Sprauta
E Rifbein
F Stóri brjóstvöðvinn
G Aðrir bringuvöðvar (3 línur í einn bókstaf)

ÞB