Á að gera aðgerðina strax eða síðar?

Ummæli lækna:

Það er aldrei of seint að búa til nýtt brjóst,” segir Dr. Gordon Schwarts, virtur krabbameinsskurðlæknir á Austurströnd Bandaríkjanna.

Gefðu þér tíma til að jafna þig á áfallinu sem það er að fá lífshættulegan sjúkdóm áður en þú leggur sjálfa þig í enn eina stóraðgerðina,” ráðleggur annar krabbameinsskurðlæknir.

Enginn skortur er á læknisráðum í sambandi við hvort rétt sé að búa til nýtt brjóst strax eða gera það síðar. Rétta svarið er háð aðstæðum og fer eftir því hvernig heilsu þinni er háttað og ekki síður afstöðu þinni. Leitaðu álits hjá öllum sem þú getur náð tali af; krabbameinslækni þínum, geislalækninum, skurðlækni, krabbameinsskurðlækni — og fáðu hjálp við að taka ákvörðun. Góðu fréttirnar eru þær, að ákveðir þú að fresta því að láta búa til á þig nýtt brjóst er engu að tapa. Þú átt þess kost hvenær sem er að fara í þannig aðgerð. (*Þetta er þó sagt með fyrirvara um þátttöku TR í kostnaðinum.) Dr. Marisa Weiss, ábyrgðarmaður heimasíðunnar breastcancer.org var með krabbameinssjúkling sem ákvað 69 ára gömul að láta búa til á sig nýtt brjóst, fjórtán árum eftir að hún fór í brjóstnám.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB