Mismunandi aðferðir við að búa til nýtt brjóst

Þegar kemur að því að búa til nýtt brjóst er um ýmsar aðferðir að velja. Þú skalt treysta á leiðsögn lækna þinna og ráðleggingar vinkvenna sem hafa gengið í gegnum það sama þegar þú reynir að átta þig á hvað mismunandi aðferðir hafa í för með sér.

Sem stendur eru þessar leiðir í boði:

  • Að græða í brjóstið púða sem er annað hvort fylltur með saltvatni eða sílikoni.

  • Að flytja vef af bakinu, maganum eða sitjandanum (með eða án aukafyllingar með púðum).

  • Að endurgera brjóst með sléttu yfirborði (án geirvörtu).

  • Að endurgera geirvörtu (húðflúr eða úr eigin vef).

 ÞB