Nýtt brjóst úr stóra bakfellsvöðvanum
Aðgerðin dregur nafn sitt af bakvöðvanum sem liggur fyrir neðan herðar og undir holhöndina (latissimus dorsi).
Kona með stóra bakfellsvöðvann á sínum stað A Stóri bakfellsvöðvinn |
Kona með stóra bakfellsvöðvann fluttan fram á bringuna A Stóra bakfellsvöðvanum hefur verið smokrað undir húðinni fram á bringuna og komið fyrir á nýjum stað til að búa til nýtt brjóst. |
Sporöskjulöguð sneið af húð, fitu og stóra bakfellsvöðvanum (húðeyja) hefur verið losuð og henni smeygt undir húðina yfir á brjóstsvæðið. Æðar eru látnar halda sér eftir föngum (stilkaður flipi). Vöðvinn er mótaður þannig að hann líkist brjósti í laginu og saumaður fastur. Reynist nauðsynlegt að taka í sundur æðar eru þær tengdar við æðar á bringunni með smásjáraðgerð (frír flipi). Aðgerðin tekur um það bil tvær klukkustundir.
Almennt má segja að þessi aðferð við að búa til nýtt brjóst sé því aðeins góður kostur að konan sé með lítil eða meðalstór brjóst vegna þess hve lítil líkamsfita er á þessum hluta baksins. Nær undantekningalaust þarf einnig að græða púða í brjóstið til þess að búa til brjóst af meðalstærð. Það er gert í sömu aðgerð.
Kostir og gallar við stóra bakfellsvöðvann
-
Kostur: Mörgum brjóstaskurðlæknum fellur þessi aðgerð vel af því að auðvelt er að smokra flipanum yfir á bringuna í gegnum stutt göng undir húðinni og koma honum fyrir. Venjulega skilar þessi aðgerð ljómandi árangri og henni fylgja fáir aukakvillar.
-
Galli: Húðin af bakinu hefur annan lit og áferð en húð á brjósti.
-
Galli: Að nota stóra bakfellsvöðvann gerir það að verkum að bakið lítur ekki eins út beggja vegna hryggsúlunnar. Venjulega hefur aðgerðin þó engin áhrif á styrk og starfsgetu baksins.
ÞB