Að stilla væntingum í hóf
Í stuttu máli
Biddu skurðlækninn að sýna þér ljósmyndir af alls konar nýjum brjóstum áður en þú tekur ákvörðun - ekki bara þeim sem hafa heppnast best. Sumar myndirnar gætu orðið til þess að draga úr áhuga þínum á að láta búa til nýtt brjóst. Áttaðu þig á hverjar væntingar þínar eru og hverju er raunhæft að búast við.
Eins og með allt annað í lífinu er engin trygging fyrir því að þú verðir fullkomlega ánægð með árangurinn. Nýja brjóstið eða nýju brjóstin eru hugsanlega ekki eins og þú hafðir búist við, hvorki að stærð, lögun eða þyngd. Hugsanlega eru þau heldur ekki eins mjúk viðkomu eða eðlileg og þú vonaðist eftir. Þú getur ekki heldur búist við að fá eðlilegt næmi eða tilfinningu í ígræddan vef, hvað þá í púðafyllingu.
Annamarie var óánægð af því að brjóstin voru of stinn
Annamarie átti erfitt með að venjast stinnum brjóstunum sem stóðu út í loftið og sátu hátt á bringunni. “Að vera með svona einkennilega ungleg brjóst er eins og að verða unglingur á nýjan leik.” Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina skildi ekki vandamál hennar. Hún leitaði til annars og spurði hvernig hann teldi eðlilegt að hún liti út miðað við aldur. Sá læknir sagði henni að með tímanum myndu brjóstin fá eðlilegan slaka; þau yrðu ekki svona stíf til frambúðar og svona stinn brjóst væri það sem flestar fyrirsætur teldu afbragðs velheppnuð brjóst. Maðurinn hennar fullyrti líka að brjóstin væru betur löguð en áður. Það gladdi hana ekki beinlínis. Hún ákvað samt að gefa sjálfri sér meiri tíma til að venjast þessu nýja kotroskna útliti brjóstanna.
ÞB