Er óhætt að hafa barn á brjósti eftir meðferð við brjóstakrabbameini?
Ekki hefur öllum spurningum verið svarað þótt þér hafi tekist að verða ófrísk og ala barn í þennan heim. Ein mikilvæg spurning er þessi: Er óhætt að hafa barnið á brjósti?
Svarið er já, svo framarlega sem þú ert ekki að fá krabbameinslyf (frumudrepandi lyf) eða hormónalyf. Sértu enn með brjóst er mögulegt — og fyllilega óhætt — að hafa barnið á brjósti eftir meðferð við brjóstakrabbameini.
Verðir þú barnshafandi eftir fleygskurð og geislameðferð:
-
Brjóstið sem ekkert var gert við mun að líkindum stækka töluvert á meðan þú ert ófrísk og verða mun stærra en hitt brjóstið sem var meðhöndlað. Þegar barnið er ekki lengur á brjósti minnkar það yfirleitt í sömu stærð og það var áður en þú varðst ófrísk. Hjá sumum konum kann það þó áfram að verða eitthvað stærra en það var.
-
Hafi annað brjóstið verið geislað, eru ekki teljandi líkur á að það framleiði mikla mjólk, ef nokkra.
-
Yfirleitt getur það brjóst sem ekki var meðhöndlað framleitt næga mjólk til að næra barnið. Í mjólkinni verður ekkert það sem gæti skaðað barnið.
Sértu með barn á brjósti og þér er ráðlagt að hefja meðferð með krabbameinslyfjum:
Hættu að hafa barnið á brjósti áður en meðferðin hefst. Miklar líkur eru á að krabbameinslyfin berist í brjóstamjólkina.
Getir þú ekki mjólkað barninu en þráir að upplifa tilfinninguna:
-
Margar mæður eigin barns eða ættleidds barns njóta þess að halda barninu ástúðlega að barmi sér og gefa því pela. Sú nána snerting sem fylgir því að gefa barninu — hver sem aðferðin er — er nærandi og gefandi, hvort sem brjóstið er til staðar eða ekki.
ÞB