Brjóstkrabbamein á meðgöngu

Þegar kona greinist með krabbamein þarf að taka svo margar ákvarðanir og glíma við svo margs konar tilfinningar: ótta, reiði, örvæntingu — að það getur reynst yfirþyrmandi. Ef konan er auk þess barnshafandi þegar hún greinist, þá getur orðið enn flóknara að taka læknisfræðilegar ákvarðanir. Sértu barnshafandi og hefur greinst með krabbamein, er margt sem getur valdið þér áhyggjum og margar spurningar sem vakna:

Þér finnst kannski að þú sért eina manneskjan í heiminum sem þarf að glíma samtímis við meðgöngu OG brjóstakrabbamein og takast á við spurningar sem þessar. En þú ert ekki ein. Sífellt fleiri konur draga það að eignast börn þar til þær eru komnar á fertugs- og jafnvel fimmtugsaldur. Eftir því konur eldast, aukast líkurnar á brjóstakrabbameini. Nú finnst um það bil eitt af hverjum fjórum nýjum tilfellum brjóstakrabbameins hjá konum í barneign. Afleiðingin er sú að sífellt fleiri konur þurfa að takast á við þungun og brjóstakrabbamein samtímis. *Ekki er vitað hvort þetta á einnig við um íslenskar konur.

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB