Fréttir af rannsóknum á getnaði, frjósemi og brjóstakrabbameini
Þegar kona greinist með brjóstakrabbamein þarf að taka svo margar ákvarðanir og svo miklar og margvíslegar tilfinningar sem þarf að glíma við: ótta, reiði, örvæntingu — að það getur reynst hverri konu nánast ofviða. Sértu barnshafandi þegar þú greinist eða langar til að eignast barn síðar meir, verða læknisfræðilegar ákvarðanir jafnvel enn flóknari.
Þér kann að finnast að þú sér eina manneskjan í heiminum sem þarf að glíma samtímis við brjóstakrabbamein og meðgöngu. En þú ert ekki ein. Sífellt fleiri konur fresta því að eignast börn þar til þær eru komnar yfir miðjan fertugsaldur og jafnvel lengur. Vitað er að með aldrinum aukast líkur á brjóstakrabbameini. Nú er það svo að um það bil eitt af hverjum fjórum nýjum tilfellum brjóstakrabbameins finnst hjá konum í barneign. (*Þetta á við konur í Bandaríkjunum). Afleiðingin er sú að sífellt fleiri konur þurfa að takast á við spurningar varðandi meðgöngu, frjósemi og brjóstakrabbamein, allar í senn.
Rannsakendur hafa tekið að huga að þessum málum frekar en áður var. Hins vegar er ekki auðvelt að rannsaka vísindalega meðgöngu kvenna með brjóstakrabbamein og þeirra sem hafa greinst með og farið í meðferð við brjóstakrabbameini. Erfitt reynist að finna hóp kvenna sem eru á svipuðu róli með tilliti til krabbameins og frjósemi, sem í læknisfræðilegri rannsókn væri unnt að bera saman við í handahófskennt úrtak kvenna eins og gert er ráð fyrir í marktækum rannsóknum.
Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa hafa aðallega snúist um fámenna hópa kvenna. Engu að síður kann slík rannsóknarvinna að bjóða upp á einhver svör við sumum þeirra spurninga sem brenna á konum í þessum aðstæðum, t.d. um hvort konum sem hafa fengið brjóstakrabbamein og farið í meðferð við því sé óhætt að ganga með, svo og hvort óhætt sé að fara í krabbameinsmeðferð á meðgöngu.
Til eru stærri rannsóknir þar sem tilraun hefur verið gerð til að steypa saman niðurstöðum margra minni rannsókna. Tekið hefur verið við af niðurstöðum úr þessum yfirlitum (metarannsóknum) í kaflanum sem heitir Frjósemi, þungun, ættleiðing.
Sömuleiðis eru til stórar rannsóknir þar sem skoðað er hvort fóstureyðing hefur áhrif á líkur kvenna á að fá brjóstakrabbamein og hvort það hefur áhrif á líkurnar að vera á pillunni.
Hægt er að nálgast efni (á ensku) inni á vef breatcancer.org þar sem birtast mánaðarlega nýjustu fregnir af rannsóknum á Research News. Einnig er unnt að skrá sig og fá ókeypis nýjustu upplýsingar á free Email Updates þar sem fylgjast má með mikilvægum rannsóknarniðurstöðum þótt þær hafi ekki verið birtar opinberlega og þar með leiðsögn sérfræðingahóps breastcancer.org sem útskýrir hvað viðkomandi niðurstöður kunni að þýða fyrir ÞIG.
*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.
ÞB