Hefur krabbameinsmeðferð áhrif á frjósemi?

Sértu um það bil að hefja meðferð við brjóstakrabbameini, er hugsanlegt að hjá þér vakni margar spurningar um hvernig og hvaða áhrif það kunni að hafa áhrif á frjósemi þína í framtíðinni.

Munu krabbameinslyfin ef til vill gera þig ófrjóa?

Er eitthvað sem þú getur gert áður en meðferð með krabbameinslyfjum hefst til að varðveita frjósemina? Hve fljótt þarftu að grípa til ráðstafana?

Er óhætt að taka in frjósemislyf til að örva starfsemi eggjastokka?

Hefur einhver ein tegund krabbameinslyfja síður skaðleg áhrif á eggjastokka en önnur? 

Hvað líður langur tími þar til blæðingar hefjast á ný  eftir að meðferð með krabbameinslyfjum lýkur? Er til aðferð til að rannsaka hvort kona hefur farið inn í snemmbúin tíðahvörf?

Hve fljótt eftir meðferð er óhætt að reyna að verða barnshafandi?

Hvað með að taka inn tamoxifen eftir krabbameinslyfjameðferð — mun það trufla áform þín um að eignast barn/börn?

Ef líkami þinn framleiðir engin egg eftir meðferðina, hvaða  möguleikar eru þá fyrir hendi að verða móðir? 

Þegar þú tekur afstöðu til þeirra meðferða sem læknar þínir mæla með, skaltu setja niður skipulega spurningarnar sem þú þarft að leggja fyrir krabbameinslækni þinn, og ef mögulegt er, sérfræðing á frjósemissviði. Láttu ekki bregðast að spyrja hvort hætta sé á að þú verðir ófrjó af þeim lyfjum sem sem mælt hefur verið með við þig og hve mikil sú hætta sé. 

 ÞB