Aðdrættir – ábendingar um hvar finna má hárkollur, höfuðföt og ýmis fegrunarráð

*Allar ábendingar um fleiri heimasíður og/eða verslanir og þjónustuaðila má senda á brjostakrabbamein@brjostakrabbamein.is og eru vel þegnar. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara þar sem engin hagsmunatengsl eru milli þessarar síðu og þeirra aðila sem nefndir eru á nafn og kunna að breyta þjónustu sinni eða vöruvali. Reynt er að hafa allt það sem best er vitað og nýjast hér inni. Með nöfnum innlendra aðila fylgja heimilisföng og símanúmer.

Hárkollur og höfuðföt:

 • Hár og heilsa, Bergstaðastræti 13, 101 Reykjavík. Sími 511 2100

 • Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur.  Sími 511 5222 GSM 896 7222


Örlitameðferð /tatoo á augabrúnir og augnsvæði, fagleg ráðgjöf og aðstoð:
 • Zirkonia ehf., Kringlan, 3.hæð Sími: 568 0909/899 7020, Undína Sigmundsdóttir


Hér koma upplýsingar um nokkra bandaríska aðila sem selja fallegar og ódýrar hárkollur, húfur, slæður og vefjarhetti. Smelltu á undirstrikaða heitið til að komast inn á síðurnar. Þú þarft ekki að panta eða kaupa neitt til að fá góðar hugmyndir með því að skoða það sem þarna er að finna.

 • Wigs By Paula Young?
  Gefur út ódýran og vinsælan vörulista með hárkollum.

 • Headcovers Unlimited?
  Hér er hægt að panta hatta, vefjarhetti, hárkollur, falskar augabrúnir og augnhár.

 • Just in Time?
  Þessi aðili selur derhúfur úr 100% bómull, vefjarhetti og nátthúfur.

 • Reflections of Hope

 • Alls kyns hattar, slæður og vefjarhettir fyrir konur og börn sem missa hárið.

 • Covering Our Hair
  Hér er hægt að panta snið, viljir þú búa til þína eigin hatta og vefjarhatta.

 • Scarves and Scarf Tying (PDF)
  Farðu inn á síðuna og lærðu að binda slæður á nýjan hátt.

 • Look Good-Feel Better®
  Hér er að finna ókeypis ráðgjöf (á ensku) handa konum með krabbamein og kennslu í ýmsum fegrunarráðum sem geta gert þeim mögulegt að líta betur út og líða sem allra best.


ÞB