Ráð við kyndeyfð: Tilbreyting

Reyndu nýjar stellingar: Samfarastellingin getur skipt sköpum. Liggir þú á hliðinni og maki þinn kemur inn í þig aftan frá er það talið áreynsluminnst fyrir leggöngin (limurinn fer styttra inn samanborið við aðrar stellingar). Þessi stelling dregur líka úr áherslu á brjóstin sem er kostur fyrir sumar konur.

Haltu leggöngunum í góðu formi. Langi þig til halda áfram að lifa virku kynlífi eða vonast til að fá tækifæri til þess einhvern góðan veðurdag, þarftu að halda leggöngunum vel smurðum og í góðu formi. Það þýðir að teygja þarf á leggöngunum og örva slímhimnurnar til að framleiða náttúrlegt sleipiefni og halda við teygjanleika og fjaðurmagni. Þá verða raunverulegar samfarir þægilegri og ánægjulegri en ella. (Auk þess verður legskoðun hjá kvensjúkdómalækni ekki jafn óbærileg.) Hafir þú ekki maka eða bólfélaga til að halda leggöngunum teygjanlegum og mjúkum, er þetta undir sjálfri þér komið.

Æfðu þig á eigin spýtur. Haldi þér áfram að finnast samfarir sársaukafullar, skaltu gera hlé og æfa þig með gervilim (dildó). gúmmítæki sem er að stærð, lögun og viðkomu eins og stinnur limur. Láttu ekki koma þér á óvart hve raunverulegur hann virðist vera – með æðum og öllu - en það eru til margs konar gerðir af ýmsum stærðum, lögun og lit. Svona gervilimur er þýður, gerir engar tilfinningakröfur og er kannski skemmtilegur ofan í kaupið. (Ekki gleyma að nota sleipiefni með honum.)

*Nokkrar verslanir er að finna á höfuðborgarsvæðinu sem selja dildóa og önnur hjálpartæki ástarlífsins og hægt að fá varninginn sendan gegn póstökröfu í ómerktum umbúðum þannig að póstberinn þaf ekki að komast að neinu. Flestar eru verslanirnar með heimasíðu þar sem hægt er að skoða varninginn og panta. Þú getur líka hringt og fengið að vita meira.

Ekki er endilega nauðsynlegt að kaupa einhvern hlut. Það má nota hugarflugið og sköpunarkrafinn.  Að kaupa svona hjálpartæki er samt oft skref í rétta átt því að það þýðir að þú tekur mark á þessum heilræðum. Settu því á þig stóran hatt og svört sólgleraugu og farðu í verslunarleiðangur!

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB