Lífsgæði

Þær margvíslegu meðferðarleiðir sem nú er unnt að grípa til hafa orðið til þess að sífellt fleiri konur lifa lengur en nokkru sinni fyrr eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og gengist undir meðferð við sjúkdómnum.

Konur sem lifa með brjóstakrabbamein eða með vel heppnaða meðferð að baki geta fundið lengi fyrir aukaverkunum og afleiðingum þeirra og margar lifa í stöðugum ótta við að sjúkdómurinn taki sig upp. Það getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra.

Það er von mín að þær upplýsingar og sá stuðningur sem er hér að finna geti hjálpað þér til að takast á við suma þessa þætti þannig að þú getir snúið þér aftur að því að njóta lífsins til fulls og á þann hátt sem ÞÉR best hentar.

ÞB