Rannsóknir á lífsgæðum

Sífellt fleiri rannsakendur hafa beint athygli sinni að þáttum sem tengjast lífsgæðum krabbameinssjúklinga og þeirra sem eiga krabbameinssögu að baki.

Niðurstöðurnar eru settar fram á auðskiljanlegu máli, mikilvægi þeirra útskýrt svo og hvernig staðið var að rannsóknunum og hvaða áhrif þær kunna að hafa fyrir ÞIG.Skýrslurnar eru hluti af mánaðarlegum fréttaflutningi breastcancer.org af alls kyns rannsóknum. Þessar skýrslur hafa ekki verið þýddar en hægt er að kynna sér þær á ensku inni á síðunni. Í hverjum mánuði fara sérfræðingar síðunnar (sem eru rúmlega 60 talsins) yfir nýlegar niðurstöður í leit að áhugaverðum framförum, mikilvægum nýjungum og breytingum á því hvernig brjóstakrabbamein er greint og meðhöndlað.

Rannsóknir á lífsgæðum

  • Hópleikfimi hjálpar konum með brjóstakrabbamein

  • Síþreyta dregur úr lífsgæðum krabbameinssjúklinga

  • Hópmeðferð getur dregið úr krabbameinstengdum kvíða

  • Líkur aukast á sjálfsvígi hjá þeim sem lifa af brjóstakrabbamein

  • Viðbrögð vinnuveitanda eru mikilvæg eigi krabbameinssjúklingur að snúa aftur til starfa

  • Kostir lítilla stuðningshópa

  • Kynlífs má njóta eftir greiningu og meðferð

  • Hvort á heimilislæknir eða krabbameinslæknir að sjá um eftirlit?

  • Aukaverkanir halda áfram eftir að meðferð lýkur

  • Konur sem lifa af brjóstakrabbamein og lífsgæði þeirra

  • Svefnleysi og brjóstakrabbamein

  • Að fá tilfinningalegan stuðning eykur lífsgæði

  • Hreyfing eykur lífsgæði krabbameinssjúklinga

  • Varasamt er að treysta upplýsingum um heilsutengt efni á netinu

  • Hreyfingarleysi kann að vera orsök þyngdaraukningar við meðferð með krabbameinslyfjum

  • Hreyfing getur læknað aukaverkanir meðferðar

 ÞB