Mataræði og næring
Öllum er mikilvægt að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Að borða hollan mat, hreyfa sig og halda sér í réttri líkamsþyngd gerir líkamann sterkan og stuðlar að góðri heilsu. Hafir þú greinst með brjóstakrabbamein eða líkur á að þú fáir það eru yfir meðallagi vegna einhverra áhættuþátta, er einkar mikilvægt fyrir þig að borða rétt. Í þessum hluta verður hægt að lesa um mataræði, hvað og hvernig sé skynsamlegt að borða, bæði meðan á meðferð stendur og eins þegar hún er af staðin. Nýlegar rannsóknir benda til að hreyfing, rétt mataræði og hæfileg líkamsþyngd geti bæði dregið úr líkum á að fá brjóstakrabbamein og hættu á að sjúkdómurinn taki sig upp.
ÞB