Hvað þýðir að borða rétt?

Að borða rétt þýðir að neyta fjölbreyttrar fæðu og matar sem veitir líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast til þess að halda heilsu, líða vel og hafa næga orku. Meðal þessara næringarefna eru eggjahvítuefni, kolvetni, fita, vatn, vítamín og steinefni. Næring skiptir alla máli. Hollt mataræði gerir líkamanum kleift að halda styrk og heilsu þegar það fer saman við hreyfingu og eðlilega þyngd. Hafir þú greinst með brjóstakrabbamein eða ert í áhættuhópi þar sem líkur á sjúkdómnum eru meiri en annarra af einhverjum ástæðum, er sérlega mikilvægt fyrir þig að huga að mataræðinu. Það sem þú lætur ofan í þig getur haft áhrif á allt í senn -ónæmiskerfið, andlega líðan þína og orkubúskapinn

ÞB