Skammtar
Þegar þú hefur fundið út hversu margra hitaeininga þú þarfnast daglega og hvers konar mat þú ætlar að leggja þér til munns, skaltu gæta þess að láta ekki of stóra skammta eyðileggja þín góðu áform. Reyndu að sjá fyrir þér atriðin á listanum hér að neðan þegar þú skipuleggur matseldina, pantar mat eða færð þér skyndibita af einhverju tagi.
USDA mælir t.d. með að 90-120 grömm af rauðu kjöti eða fuglakjöti séu hluti af hollri máltíð. Sá skammtur er á við spilastokk. Í rannsókn einni kom í ljós að skammtar eru yfirleitt tvisvar sinnum stærri, og í Bandaríkjunum geta þeir orðið allt að átta sinnum stærri! Að minnka skammta er happadrjúgt skref í átt að heilsusamlegu mataræði jafnvel þótt þú komist ekki niður í skammtana sem mælt er með hér að neðan.
Svona skammtur |
er á stærð við |
---|---|
30 grömm af kjöti, fiski eða fuglakjöti | eldspýtnastokk |
100 grömm af fugli eða rauðu kjöti (það magn sem mælt er með í einni máltíð) | spilastokk eða sápustykki |
100 grömm af fiski | ávísanahefti |
30 grömm af osti | fjóra spilateninga |
meðalstór kartafla | tölvumús |
tvær matskeiðar af hnetusmjöri | borðtennisbolta |
einn bolli af soðnu pasta | tennisbolta |
ein beygla | Íshokkíplötu/pökk |
ÞB