Örugg meðhöndlun matvæla og framleiðsla þeirra

Þegar þú tekur að hugleiða hvernig eða hvort mataræði getur haft áhrif á heilsu þína og hæfni líkamans til að sigrast á brjóstakrabbameini, kunna að vakna hjá þér spurningar um hvort matvaran sem þú neytir sé framleidd á heilsusamlegan hátt.

Ein spurningin snýst um hvort það geti haft áhrif á heilsu þína hvernig staðið er að framleiðslu og meðhöndlun matvæla sem þú neytir, hvort sem þú ert í meðferð við brjóstakrabbameini, henni er lokið eða þú vilt minnka lýkur á að þurfa nokkurn tíma á slíkri meðferð að halda. Þú kannt að velta fyrir þér hvað sé átt við með lífrænum afurðum og hvort þær séu kostnaðaraukans virði. Sömuleiðis hvað það þýðir að matvæli séu erfðabreytt. Þig kann að fýsa að ganga úr skugga um að fæðan sem þú neytir sé meðhöndluð og geymd á eins öruggan hátt og mögulegt er.

ÞB