Geisluð matvæli

Geislun er notuð til að drepa skaðlegar örverur í matvælum svo sem sýkla og sveppi. Aðeins þarf örlítinn geislaskammt til að drepa örverur sem valdið geta sjúkdómum. Matvælin sjálf verða aldrei geislavirk sem þýðir að geislun situr ekki eftir í þeim. Engar vísindalegar sannanir hafa fengist fyrir því að það kunni að auka líkur á brjóstakrabbameini að neyta geislaðra matvæla.

Margir sérfræðingar á sviði hollustu og heilsu eru sammála um að geislun sé áhrifarík leið til að draga úr sjúkdómum af völdum matvæla og tryggja að fæða sem ætluð er til manneldis beri ekki með sér skaðvænar örverur. Geislun getur EKKI komið í staðinn fyrir örugga meðhöndlun matvæla, en hún getur drepið skaðlega sýka, sérstaklega í kjöti og fuglakjöti.

Geislun sýður hvorki matvæli né gerir þau seig, breytir hitastigi eða minnkar næringarinnihald. Hún virðist ekki valda neinum marktækum efnabreytingum í fæðunni. Sá örlitli geislaskammtur sem notaður er hefur engin marktæk áhrif á gæði fæðunnar og talið er að aðferðin sé örugg. Geislun matvæla er leyfð í um 40 löndum og nýtur stuðnings WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar) og fleiri virtra stofnana. Víða er þess krafist að geisluð matvæli séu merkt, þannig að neytandinn geti greint þau frá annarri uppskeru eða afurðum sem ekki hefur verið geisluð. *Engum slíkum reglum fyrir að fara hér á landi enn sem komið er.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB