Örugg meðhöndlun matvæla
Meðan á krabbameinsmeiðferð stendur og fyrst eftir að henni lýkur kann ónæmiskerfið að vera veiklað. Því er nauðsynlegt að þú forðist sýkla og aðrar örverur sem þú gætir veikst af. Hér á eftir fara nokkrar ráðleggingar sem gott er að fylgja þegar þú kaupir inn eða meðhöndlar matvæli. Þær geta stuðlað að því að fæðan sem þú neytir skaði ekki heilsu þína.
Meðhöndlun matvæla á heimili
Þvoðu þér oft um hendur upp úr ylvolgu eða heitu vatni (ekki þó brennheitu) og sparaðu ekki sápuna. Nuddaðu hendurnar upp úr sápulöðri í um það bil hálfa mínútu áður en þú skolar það af. Vísindamenn áætla að um það bil helmingur allra veikinda af völdum matvæla megi forðast með því að þvo sér vel um hendur.
Þvoðu þér um hendurnar:
-
- Áður og eftir að þú matast,
-
eftir að þú hefur farið á snyrtingu,
-
eftir að þú skiptir um bleyju.
-
eftir að þú strýkur gæludýri,
-
eftir að þú hnerrar eða snýtir þér,
-
eftir að hafa handfjatlað hrátt kjöt, egg, fuglakjöt og fisk,
-
eftir að þú hefur handleikið sorp.
-
Þvoðu ávexti og grænmeti rækilega, jafnvel þótt þú ætlir ekki að leggja þér hýðið eða flusið til munns. Hnífurinn sem notaður er til að afhýða með getur borið með sér sýkla yfir á þann hluta sem þú hyggst borða.
-
Notaðu mismunandi skurðarbretti og hnífa fyrir kjöt, grænmeti, ávexti og brauð. Notaðu ekki sömu hnífa eða skurðarbretti til að sneiða niður hrá matvæli og soðin.
-
Eldaðu allan mat upp að réttu hitastigi.
-
Ekki nota matvæli sem eru komin fram yfir síðasta neysludag.
-
Ekki láta prótínrík matvæli standa úti á borði í meira en tvær klukkustundir. Það á við um mjólk, egg, majones, rjóma, kjöt, fuglakjöt, fisk o.s.frv. Hafi prótínrík matvæli staðið við stofuhita í meira en tvær stundir, skaltu fleygja þeim.
-
Hafi myndast loft undir loki á íláti sem geymir matvæli eða inni í plastumbúðum (eins og t.d. í pylsupakka), skaltu fleygja þeim. Loftið mynda sýkla sem eru að störfum í matvælunum.
-
Geymdu olíur, hnetur og fræ á köldum, þurrum stað. Sértu stödd í heitu loftslagi, gætirðu þurft að geyma þetta í ísskáp.
-
Farir þú í sund kemstu ekki hjá því að fá vatn upp í þig. Haltu þig frá almenningssundstöðum, sjó við baðstrendur og hótelsundlaugar þar sem kann að vera mikið af sýklum, einkum í grunnum barnalaugum.
Heilsusamlegt mataræði inniheldur hreint, ómengað vatn
Fáir þú neysluvatn úr bæjarbrunni eða frá lítilli þorpsveitu er ástæða til að láta athuga sýklamagnið í vatninu. Brunnvatn getur auðveldlega mengast af sýklum. Stórar vatnsveitur í bæjum og borgum hafa yfirleitt fólk á sínum snærum sem fylgist með neysluvatni, en það á ekki við um bæjarbrunna og litlar vatnsveitur. Þú verður því sjálf að sjá um að láta athuga vatnið.
Sértu ónæmisbæld af völdum meðferðar við brjóstakrabbameini og færð neysluvatn úr heimilisbrunni eða litlum þorpsbrunni gæti verið skynsamlegt að sjá til þess að vatnið sem þú neytir sé eins öruggt til drykkjar og kostur er með því að fylgja eftirfarandi ráðleggingum:
-
Sjóddu vatnið. Láttu vatnið sjóða í eina mínútu áður en þú notar það til drykkjar eða matseldar.
-
Vertu vandlát þegar þú velur vatn á flöskum. Ef utan á flöskunni stendur að það sé brunnvatn (e. well water; artesian well water) eða uppsprettuvatn (spring water), er ekki víst að þér sé óhætt að drekka það. Veldu vatn þar sem á miðanum stendur:
-
reverse osmosis treated, eða
-
filtered through an absolute 1 micron or smaller filter.
-
Láttu koma fyrir síu á krönunum heima hjá þér. Látir þú koma fyrir síu, vertu þá viss um að hún fjarlægi E.coli sýkla og launsporasýkla (Cryptosporidium). Skiptu um síur reglulega og samkvæmt leiðbeiningum. Með því að setja síur á krana er líkast til óþarft að sjóða neysluvatnið.