Aukaverkanir og heppilegt mataræði

Margar konur sem fara í meðferð við brjóstakrabbameini finna fyrir aukaverkunum sem geta komið í veg fyrir að þær nærist vel. Aukaverkanirnar geta verið minni háttar og hugsanlega hægt að halda þeim niðri með ákveðnum lyfjum og meðferðum. Talaðu við lækni þinn um einkenni aukaverkana svo hægt sé að takast á við þær. Haldir þú áfram að eiga erfitt með að borða, láttu þá lækni þinn eða næringarráðgjafa skilyrðislaust vita. Fáir þú ekki nægan vökva, prótín eða hitaeiningar getur það átt þátt í að þú finnur til þreytu. Þreyta er ein algengasta aukaverkun meðferðar við brjóstakrabbameini.

Lærðu að takast á við eftirfarandi aukaverkanir:

ÞB