Mataræði að meðferð lokinni

Margar konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein lifa löngu, heilbrigðu og ötulu lífi eftir að meðferð lýkur. Miklu máli skiptir hollt mataræði meðan á meðferð stendur ásamt dálítilli hreyfingu. Hollt mataræði og hreyfing EFTIR meðferð skiptir einnig miklu máli á meðan þú ert að endurheimta krafta og heilsu og heldur áfram að lifa lífinu.

Talsverður fjöldi rannsókna hefur verið gerður á því hvaða þátt mataræði getur átt í að draga úr líkum á brjóstakrabbameini. Minna hefur verið gert af því að rannsaka hvaða þátt mataræði kann að eiga í að koma í veg fyrir að krabbamein taki sig upp á ný. Engu að síður liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem benda til þess að hreyfing, hollt mataræði og hæfileg þyngd geti dregið úr hættu á að krabbamein taki sig upp. Heilsusamlegt mataræði og hreyfing getur hjálpað þér að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd, gefa þér meiri orku meðan á batanum stendur og auka lífsgæði þín. Hollt fæði getur auðveldað líkamanum að byggja upp vöðvastyrk á nýjan leik og yfirvinna aukaverkanir eins og blóðleysi (of fá rauð blóðkorn í blóði) eða þreytu.

Ekki halda að þú þurfir að gjörbylta mataræði þínu á einum degi. Þegar meðferð er lokið mun þér trúlega líða miklu betur þótt þú verðir hugsanlega ekki jafngóð og áður en þú byrjaðir í meðferð. Smekkur þinn kann þó að hafa breyst og hugsanlega er ýmis konar matur sem bragðast þér ekki lengur vel. Farðu hægt í sakirnar og tileinkaðu þér smám saman heilsusamlegt mataræði og matseld.

Í þessum hluta geturðu fundið:

ÞB