Hvað ertu þung?
Þegar læknar þínir hafa samþykkt að þér sé óhætt að léttast, ræddu þá við þá um hvað sé hæfilegt að þú sért þung miðað við aldur, hæð, líkamsbyggingu og hreyfingu. Flestir sérfræðingar nota eina af þremur aðferðum til að meta hvort einhver er hæfilega þungur: DEXA-skanna, líkamsþyngdarstuðul (BMI) og mittismál.
DEXA-skanni (myndgreiningartækni sem byggir á lágorku röntgengeyslum), er venjulega notaður til að mæla beinþéttni, en er líka besta leiðin til að ákvarða magn fitu og vefja í líkamanum. *Aðstaða til slíkra mælinga er á LSH í Fossvogi. Þú getur pantað svona mælingu sjálf til að láta mæla beinþéttnina og beðið um að fá í leiðinni greiningu á hlutfalli fitu og vefja.
Líkamsþyngdarstuðull (BodyMassIndex) er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagn líkamans hjá bæði körlum og konum. Þessi ákveðna mælingaraðferð er þó að vissu leyti takmörkuð:
-
Hún kann að ofmeta líkamsfitu hjá íþróttafólki og öðrum sem eru með mikinn vöðvamassa.
-
Hún kann að vanmeta líkamsfitu hjá gömlu fólki svo og öðrum þar sem vöðvar hafa rýrnað af einhverjum ástæðum.
Hjá National Institutes of Health er að finna reiknivél fyrir líkamsþyngdarstuðul BMI calculator og tables sem þú getur notað til að áætla fitumagn líkamans.
*Sams konar reiknivél er einnig að finna á vef Lýðheilsustöðvar.
Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fullorðinna skilgreind á eftirfarndi hátt:
Líkamsþyngdarstuðull (BMI)
Vannæring: | minni en 18.5 |
Kjörþyngd: | á bilinu 18.5-24.9 |
Ofþyngd: | á bilinu 25.0-29.9 |
Offita: | stærri en eða jafnt og 30 |
Sértu yfir eða undir kjörþyng skv. BMI mælingunni og vilt léttast eða þyngjast er gott að styðjast við leiðbeiningar Lýðheilsustöðvar. Fyrir þá sem það kjósa er einnig að finna verkfæri á netinu online tool sem hýst er hjá U.S. Department of Agriculture's Children's Nutrition Research Center við Baylor College of Medicine sem gerir það kleift að reikna út daglega hitaeiningaþörf miðað við kyn, aldur, hæð, hreyfivenjur og þá þyngd sem óskað er eftir að komast í.
Mittismál er mælt með því að setja málband þétt um mittið. Þannig mæling gefur góða hugmynd um kviðfitu. Konur ættu að stefna að því að vera ekki sverari um mittið en sem svarar 89 cm. Karlar ættu ekki að vera sverari um mittið en sem svarar 102 cm.
ÞB