Brjóstakrabbamein og næring
Talið er að mataræði skipti máli í myndun krabbameins yfirleitt. En eins og vitað er þá er krabbamein í raun margir sjúkdómar. Hins vegar er ólíklegt að rekja megi “orsök” eða “lækningu” krabbameins til mataræðis einvörðungu. Ljóst er að fleiri rannsókna er þörf á sambandi mataræðis og brjóstakrabbameins, en þær niðurstöður sem þó liggja fyrir benda til að hreyfing, hollt mataræði (einkum það sem inniheldur litla fitu og mikið af grænmeti og trefjum) svo og æskileg líkamsþyngd getur dregið úr hættu á brjóstakrabbameini og því að krabbamein taki sig upp aftur.
ÞB