Æskileg fæða

Flestir vísindamenn á sviði næringar eru þeirrar skoðunar að mismunandi hollustueiginleikar margvíslegrar fæðu vinni að því í sameiningu að skapa heilsusamleg áhrif. Ekki sé hægt að meta kosti einnar ákveðinnar fæðutegimdar nema með hliðsjón af mataræðinu í heild.

Í stað þess að treysta á ákveðna fæðutegund í miklu magni er betra að stefna að jafnvægi með mataræði sem inniheldur margs kyns fæðu:

  • Fimm bolla eða fleiri af alls kyns ávöxtum og grænmeti ásamt

  • annarri fæðu úr jurtaríkinu eins og heilkornabrauði, morgunkorni, hnetum, fræjum, hrísgrjónum, grófu pasta og baunum.

Flestir fæðuráðgjafar eru sammála um að mataræði auðugt af fæðu úr jurtaríkinu sé heilsusamlegra en mataræði sem inniheldur mikið af afurðum úr dýraríkinu. Í þessum hluta má lesa um efnin sem er að finna í jurtafæðu og vitað er að eru heilsusamleg.

ÞB