Krabbameinslyfjameðferð

Krabbameinslyfin sem þér eru gefin á meðan þú ert í meðferð minnka oft framleiðslu beinmergs á rauðum blóðkornum, ónæmisfrumum og blóðflögum og þau kunna að skaða eða draga úr starfsemi þeirra frumna sem fyrir eru. Slakur blóðhagur getur stuðlað að þreytu, beint og óbeint. Sértu til dæmis með of lítið af rauðum blóðkornum — frumum sem flytja súrefni frá lungum til fumna og vefja — geturðu þróað með þér blóðleysi. Berist ekki nægilegt súrefni til frumna dregur úr orku. Sé blóðrauðinn, sá hluti rauðra blóðkorna sem flytur súrefni, undir 13 grömmum á desilítra, biddu þá lækni þinn að láta rannsaka þig til að finna orsökina og hugsanlega einhverja meðferð. 

Ónæmisfrumur líkamans verja líkamann gegn sýkingum, meiðslum og krabbameini. Þegar fjöldi ónæmisfrumna er í lágmarki kanntu að verða næmari fyrir hita og sýkingum. Þegar fólk fær háan hita, missir það yfirleitt mikinn vökva og steinefni með svita og það kann að framkalla ofþornun. Allt þetta getur í sameiningu stuðlað að tímabundinni eða langvarandi þreytu. Krabbameinslyfjameðferð getur einnig framkallað ótímabær tíðahvörf. Auk þess geta allar skyndilegar eða miklar breytingar á hormónabúskap valdið þreytu.

Meira um krabbameinslyfjameðferð og þreytu.

ÞB