Andhormónameðferð

Þegar byrjað er að taka andhormónalyf eða hætt að taka hormóna vegna tíðahvarfaeinkenna getur það haft þau áhrif að þér finnist þú hafa minni orku en áður. Hvers kyns ójafnvægi í hormónabúskap (og hvers kyns ójafnvægi í tilverunni ef út í það er farið) getur gert það að verkum að þér finnst þú vera þreytt. Hjá sumum konum er estrógen orkugjafi. Sé tekið fyrir estrógenframleiðslu eða komið í veg fyrir áhrif þess kann þér að finnast þú hafa minni drifkraft. Meðal and-estrógenlyfja eru tamoxifen (nolvadex), arimidex (anastrozole), femara (letrozole) og aromasin (exemestane).

ÞB