Geislameðferð

Geislameðferð fylgir að jafnaði þreyta sem ágerist eftir því sem líður á meðferðina og hún getur varað í nokkrar vikur eða mánuði. Þreyta af völdum skurðaðgerðar og meðferðar með krabbameinslyfjum getur einnig hellst yfir þig á meðan þú ert í geislameðferðinni. Þurfi að geisla töluverðan hluta beins kann það að fækka rauðum blóðkornum og ónæmisfrumum, einkum sértu í meðferð með krabbameinslyfjum á sama tíma. Slakur blóðhagur og fáar ónæmisfrumur geta framkallað þreytu og slen. Hafir þú verið geisluð neðarlega á hálsinn fyrir framan skjaldkirtilinn er mögulegt (þótt sjaldgæft sé) að dragi úr starfsemi kirtilsins. Þetta ástand sem kallast skjaldvakabrestur hægir á efnaskiptum. Þá brennir fólk ekki fæðu nógu hratt til að fá þá orku sem það þarfnast til athafna og það kann að leiða til einkenna þunglyndis. 


Meira um þreytu og geislameðferð.


ÞB