Ónæmiskerfið

Konur með brjóstakrabbamein spyrja sig óhjákvæmilega þeirrar spurningar hvort þær hafi fengið krabbamein af því að ónæmiskerfið var veiklað af völdum streitu, af röngu mataræði eða einhverju öðru. Eðlilegt er að spyrja hvort ónæmiskerfið geti unnið á krabbameininu í brjóstinu. Hvort skurðaðgerð, lyfjameðferð og geislameðferð dragi úr hæfni líkamans til að berjast gegn krabbameini og sýkingum og hvernig megi styrkja ónæmiskerfið þannig að það verði eins öflugt og kostur er.

Í þessum hluta, geturðu fengið upplýsingar um:

Sérfræðingar sem fjalla um hvernig ónæmiskerfið starfar eru:

  • Jennifer J. Griggs, M.D., lyfja- og krabbameinsfræðingur/blóðsjúkdómalæknir við Háskólann í Rochester (University of Rochester, Rochester, NY).

  • Marisa Weiss, M.D., brjóstakrabbameinslæknir og sérfræðinur í geislalækningum við Thomas Jefferson háskólann (Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, PA).

Ofangreindir sérfræðingar eiga sæti í Ráðgefandi læknaráði breastcancer.org þar sem eru rúmlega 60 sérfræðingar á ýmsum sviðum sem snerta brjóstakrabbamein.

  • Sigurður Böðvarsson, læknir, sérgrein lyf- og krabbameinslækningar, hefur góðfúslega lesið yfir íslenska þýðingu þessa hluta brjostakrabbamein.is.

ÞB