Hætturnar

Þær eru fyrst og fremst aðskotalífverur, svo sem bakteríur (sóttkveikjur) sem ráðast inn í heilbrigðan vef líkamans og þínar eigin frumur sem taka að fjölga sér óeðlilega einhvers staðar í líkamanum og verða að krabbameinsfrumum. Yfirborð baktería og óeðlilegra frumna er iðandi af mótefnavökum sem kalla á viðbrögð ónæmiskerfisins, rétt eins og þjófavörn sem sendir merki í stjórnstöð og kallar út öryggisverði. Þegar frumur sem hafa á sér mótefnavaka berast um líkamann er þeim sópað upp af líffærum sem þjóna ónæmiskerfinu svo sem af milta og eitlum.

Þar hvirflast þær um í hafsjó af ákveðinni tegund bardagafrumna sem kallast mótefni. Mótefni og mótefnavakar rekast saman án afláts í þessari þvögu. Þegar mótefnavaki og viðeigandi mótefni verða á vegi hvor annars, læsast þeir saman. Við það örvast B-frumurnar sem framleiða mótefni í stórum stíl sem berst um allan líkamann og leitar uppi og deyðir frumur með þá mótefnavaka sem þær eru kallaðar til að tortíma.


ÞB