Ónæmiskerfið og krabbamein

Krabbameinsfrumur eru í upphafi bara venjulegar frumur, en síðan taka þær að vaxa stjórnlaust vegna einhvers veikleika í erfðaefni. Ónæmiskerfið á stóran þátt í að takmarka vöxt og viðgang óeðlilegra frumna, oftast áður en krabbamein fær tækifæri til að vaxa og verða að æxli. Þannig losar líkaminn sig við fjöldann allan af krabbameinsfrumum áður en þær ná að gera usla. Veikbyggðar krabbameinsfrumur eru hugsanlega ætíð til staðar en sívökult ónæmiskerfið drepur þær og verndar okkur gegn margvíslegum árásum krabbameins sem aldrei kemst lengra en á þetta ræfilslega frumstig.

Þegar ónæmiskerfið bregst

Þótt frumur hætti að vera eðlilegar og verði óeðlilegar kemur þó stundum fyrir að þær virðast engu að síður heilbrigðar. Ytra útlit þeirra (prótín og aðrar sameindir á yfirborðinu) er óbreytt, þó svo að róttækar breytingar eigi sér stað innan í þeim. Þannig komast þessar óeðlilegu frumur hjá því að verða fyrir gagnárás frá ónæmiskerfinu og ná að vaxa og margfaldast án þess að framkalla varnarviðbragð. Þannig getur myndast æxli þó svo að ónæmiskerfið starfi eðlilega. Að lokum gerist það þó að æxlið verður svo framandi og ógnandi að það getur ekki lengur leynt sínu illa eðli. Ónæmiskerfið lætur ekki lengur blekkjast og gerir gagnárás.

Hugsanlega tekst gagnárásin, en hún kann líka að koma of seint: Ónæmiskerfið ræður ekki við æxlið hjálparlaust. Það þarf á liðsauka að halda – róttækum aðgerðum eins og til dæmis

  • mótefnalyfjum - sérstökum mótefnum sem búin eru til á rannsóknarstofum og þannig gerð að þau ráðast á ákveðna mótefnavaka eða krabbameinsfrumur,

  • inngrips sem ekki tengist ónæmiskerfinu beint eins og

ÞB