Sogæðabjúgur og -bólga
Sogæðabjúgur er aukaverkun sem getur byrjað meðan á meðferð við brjóstakrabbameini stendur eða eftir að henni lýkur. Hann er ekki lífshættulegur en getur verið þrálátur og varað lengi. Kvillinn hefur í för með sér að mjúkir vefir í handlegg eða hönd bólgna. Bólgunni geta fylgt dofi, verkir og stundum sýking.
Engin áreiðanleg leið er þekkt til að meta líkur á að fá sogæðabólgu. Með því að grípa til ákveðinna varúðarráðstafana má þó draga stórlega úr líkum á að kvillinn búi um sig.
Þessi hluti heimasíðunnar er að miklu byggður á bók læknisins Marisa Weiss, M.D. og Ellen Weiss Living Beyond Breast Cancer, en auk þeirra kom að verkinu Sara Cohen sem er sjúkraþjálfari.
Bandarískir sérfræðingar að baki þessum hluta heimasíðunnar eru:
-
Sara Cohen, OTR/L sjúkraþjálfari við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, New York City
-
Marisa Weiss, krabbameinslæknir og sérfræðingur í geislalækningum við Thomas Jefferson University Health System, Phyladelphia, PA
Aðalheiður K. Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og MPA, las yfir þennan hluta.
ÞB
Hjá Bata sjúkraþjálfun í Húsi verslunarinnar er í boði sérhæfð sjúkraþjálfun fyrir þær sem þjást af bjúg eða sogæðabólgu http://bati.is/