Að halda sogæðabjúg í skefjum

Heilræði:

Meiri líkur eru á að læknir þinn eða hjúkrunar-fræðingur taki mark á einkennum þínum og fylgist með þróuninni sé ummál handleggjarins mælt reglulega, borið saman við heilbrigða handlegginn og upplýsingarnar skráðar þannig að þær séu tiltækar.

Oftast er hægt að halda sogæðabjúg í skefjum með því að temja sér góða umhirðu og fylgja grundvallarreglum.

Í heilbrigðisstéttum koma yfirleitt lyflæknar, sjúkraþjálfar og iðjuþjálfar að meðferð við sogæðabjúg í handlegg. Ekki ganga að því vísu að þetta fólk viti hvernig best er að meðhöndla sogæðabjúg. Spyrðu um reynslu viðkomandi og/eða meðmæli áður en þú leyfir einhverjum ókunnugum að koma að vanda þínum vegna sogæðabjúgsins.

Talaðu við krabbameinslækni þinn eða heimilislækni og biddu hann um að vísa þér á sjúkra- eða iðjuþjálfa sem hafa sérþekkingu á brjóstakrabbameini og eftirköstum meðferðar við krabbameini.

Sé sogæðabjúgurinn ekki á mjög á háu stigi, getur meðhöndlun tekið á sig margvíslegar myndir. Öll meðhöndlun á ólæknandi (krónískum) sogæðabjúg felur í sér breytta lifnaðarhætti og vilja til víkja ekki frá þeim.

ÞB