Aðgát og umönnun til frambúðar

Sogæðabjúgur getur verið afar þreytandi ástand. Konur með þennan kvilla eiga fyllilega skilið að fá góða umönnun, stuðning og læknishjálp.

Til þess að fá frekari upplýsingar og stuðning frá öðrum sem eru í sömu sporum geturðu farið inn á fyrirspurnarás. Hugsanlega verður ekki búið að snara þeim fróðleik yfir á íslensku þegar þú lest þetta, en slóðin inn á bandaríska vefinn er http://www.breastcancer.org/faq_lymphedeme.html. Þar geturðu fundið spurningar og svör við mörgu sem lýtur að því að komast aftur til heilsu eftir meðferð við brjóstakrabbameini, um meinvörp og önnur krabbameinstengd mál.

Sem betur fer eru flest tilfelli vökvasöfnunar (bjúgs) væg og viðráðanleg. Aðalatriðið er að reyna að fyrirbyggja að þetta gerist. Á síðunni Hvernig forðast má sogæðabjúg finnurðu leiðbeiningar sem þú skalt fara eftir. Við fyrstu merki um vandamál skaltu ekki hika, heldur leita læknishjálpar án tafar.

Gleymdu ekki að það er mikilvægt að halda áfram að taka þátt í öllu sem veitir þér ánægju og gleði. Kannski þarftu að breyta einhverju til þess að þær athafnir verði ekki til að framkalla (meiri) sogæðabjúg. Talaðu við sjúkraþjálfa eða iðjuþjálfa og fáðu ráðleggingar um hvernig þú getur farið að, svo og um hvernig þú best getur varið sjálfa þig og haft stjórn á kvillanum, geri hann vart við sig.

Hjá Bata sjúkraþjálfun í Húsi verslunarinnar er  í boði sérhæfð  sjúkraþjálfun fyrir þær sem þjást af bjúg eða  sogæðabólgu http://bati.is/

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og ástvini þeirra. Í Ljósinu starfa sjúkraþjálfarar sem hafa sérhæfingu á sviði sogæða vandamála. Kynnið ykkur málið nánar á heimasíðunni. Ljósið heimasíða : http://ljosid.is/

 

*Stuðningur og endurhæfing á LSH

*Meira um hjálpartæki í þessum tilgangi.


*Málsgreinar merktar stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB