Tíðahvörf og einkenni þeirra

Í stuttu máli

Tíðahvörf geta verið margs konar. Sértu með brjóstakrabbamein, er mikilvægt að skilja hvaða tegund tíðahvarfa brennur á þér:

  • Náttúrleg tíðahvörf sem eru eðlilegur þáttur í því að eldast.

  • Tíðahvörf sem afleiðing af meðferð með krabbameinslyfjum eða af því að eggjastokkar voru fjarlægðir með skurðaðgerð.

  • “Fráhvarfs” tíðahvörf vegna þess að þú hefur greinst með brjóstakrabbamein og mátt ekki lengur taka inn hormónalyf sem þú hefur notað vegna tíðahvarfaeinkenna.

Sértu komin yfir tíðahvörf og þarft að hætta fyrirvaralaust á hormónalyfjum, kann þér að líða mjög illa. Líklegt er að þú hafir ákveðið að taka inn hormónalyf til að losna við hitakóf. Hættir þú svo skyndilega að taka lyfin til dæmis þegar þú greinist með brjóstakrabbamein, þarftu ekki aðeins að glíma við áfallið af greiningunni heldur lendir þú í að "eldur og slökkvikerfi" fara á einni nóttu í gang með tilheyrandi hitakófum og svita. Sértu í barneign ferðu hugsanlega inn í ótímabær tíðahvörf af krabbameinslyfjunum. Margs kyns einkenni gera vart við sig þegar estrógen og prógesterón minnkar í líkamanum.

Sá tími kemur í lífi hverrar konu að framleiðsla hennar á hormónum fer niðurfyrir þau mörk sem nauðsynleg eru til þess að hún haldi áfram að fara á túr. Sumar konur fagna því að losna við mánaðarlegar blæðingar, þembu og óþægindi. Aðrar komast að því að tíðahvörfin hafa áhrif á:

Beri tíðahvörf mjög brátt að (sem afleiðingu af meðferð við brjóstakrabbameini) með óþægilegum aukaverkunum og jafnvel brostnum vonum um að geta einhvern tíma eignast barn, kann svo að fara að konan upplifi tíðahvörf sem sjúkdóm verri en nokkurn tíma brjóstakrabbameinið. Einkenni tíðahvarfa trufla hugsanlega daglega tilveru mest og draga mest úr lífsgæðum.

Tíðahvörf geta verið margs konar. Sértu með brjóstakrabbamein, er mikilvægt að skilja hvaða tegund tíðahvarfa brennur á þér:

  • Náttúrleg tíðahvörf, eðlilegan þátt í því að eldast.

  • Tíðahvörf sem afleiðing af meðferð með krabbameinslyfjum eða af því að eggjastokkar voru fjarlægðir með skurðaðgerð.

  • “Fráhvarfs” tíðahvörf vegna þess að þú hefur greinst með brjóstakrabbamein og mátt ekki lengur taka inn hormónalyf sem þú hefur notað vegna tíðahvarfaeinkenna.

Góðar fréttir eru þær að taka má á einkennunum með margvíslegu móti og lifa þægilegu lífi með tíðahvörfum.

Þú getur gert margt til að auðvelda þér tíðahvörfin. Breytingar á lifnaðarháttum (mataræði, hreyfing, reykbindindi, viðhorf) geta skipt miklu máli og reynst jafn áhrifamiklar og lyf í því að hjálpa þér til að líða betur og lifa lengur.

Einnig viljum við í þessu sambandi benda á bókina  Living Beyond Breast Cancer eftir Marisa C. Weiss, M.D. og Ellen Weiss. (Marisa C. Weiss er læknir, með geislalækningar sem sérgrein, stofnandi vefsíðunnar breastcancer.org og formaður samtakanna sem standa að baki síðunni.)

Lesið og yfirfarið af:

  • Michelle Battastini, M.D. fæðingalæknir/kvensjúkdómalæknir við University of Pennsylvania Health System, Philadelphia, PA

  • Sharon Youcha, M.D., fæðingalæknir/kvensjúkdómalæknir við Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, PA

  • Íslensk þýðing lesin af Sigurði Böðvarssyni lækni, með lyf- og krabbameinslækningar sem sérgrein.

ÞB