Arfgerðin þín

Í hverri einustu frumu líkamans er eins konar stjórnborð, kjarni sem inniheldur erfðaefni og litninga – hina einu og sönnu handbók líkamans. Arfberarnir (genin) sem þú fékkst frá móður þinni og föður bera mikla ábyrgð á því hvernig líkami þinn – og jafnvel hugur – starfar.

Komi margar konur á tíræðisaldri í fjölskylduboðin eru miklar líkur á að þú fetir sömu slóð og þær. Hafi flestir ættingjar þínir látist fyrir sjötugt úr hjartaslagi eða heilablóðfalli, deilir þú hugsanlega með þeim hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum. Þótt þú sért með langlífisgen í líkamanum verður þú engu að síður að gera þitt besta til að eldast vel og halda heilsu.

Arfgerð virðist hafa mikil áhrif á aðra sjúkdóma og þeirra á meðal er krabbamein í brjóstum, leghálsi og ristli, svo og beinþynning. Hvernig þú upplifir tilfinningalega streitu, reiði eða depurð getur líka átt skýringu sína í erfðaeiginleikunum.

 

ÞB