Eru þetta tíðarhvörf?

Meðan á meðferð við brjóstakrabbameini stendur og jafnvel nokkru eftir að henni lýkur getur verið erfitt að segja til um hvort þú ert komin inn í tíðahvörf eða ekki. Þú ert hugsanlega í miðri lyfjameðferð og missir úr blæðingar eða þú hefur farið í legnám (þannig að blæðingar eru hættar) en þú ert enn með eggjastokkana óskerta (og ekki viss um hvort þú heldur áfram að hafa egglos).

Blóðsýni getur sagt til um hvort eggjastokkarnir eru hættir að starfa eða ekki. Með blóðsýni er mælt hversu mikið þú ert með af eggbúsörvandi hormón (FSH), og gulbúsörvandi hormón sem örvar egglos (LH), hvort tveggja heiladingulshormónar sem stuðla að egglosi. Séu eggjastokkarnir hættir að starfa, bregðast þeir ekki lengur við þessum tveimur tegundum hormóna, FSH og LH. Heiladingullinn bregst hins vegar við með því að senda út enn meira af þeim. Blóðsýni munu við þessar aðstæður sýna mikið magn af FSH og LH og af því ræður læknirinn hvar þú ert stödd í sambandi við tíðahvörf.

Sé magn FSH í blóði að staðaldri hátt (13-90 mIU á millilíter) og sömuleiðis magn LH (15-50 mIU/ml) bendir það til þess að konan sé komin yfir tíðahvörf til frambúðar. Venjulegt magn östrógens fyrir tíðahvörf er um 150-300 picogrömm á millilíter á mánuði (það fer eftir því hvar á tíðahringnum konan er stödd) og dettur niður fyrir 20 pg/ml eftir að dregur úr starfsemi eggjastokka. Östrógenmagn í blóði getur aukist töluvert hjá konum sem eru á fyrirbreytingaskeiði eða á breytingaskeiði við það að fá tamoxifen.

ÞB