Líkaminn slitnar með aldrinum
Meðalaldur kvenna á Vesturlöndum er um 75 ár – á Íslandi um það bil 80 ár. Um það leyti sem 30 til 35 ára aldri er náð tekur líkaminn hægt og bítandi að hægja á sér og hann er lengur að jafna sig á streitu og áverka. Með aldrinum verðum við sífellt lengur að ná okkur eftir líkamleg áföll og því verður sífellt meira áríðandi að draga úr streitu og álagi.
Aldrei er of seint að gefa líkamanum færi á að vinna verk sitt vel. Ef til vill má segja að nú sé einmitt kominn tími til að gera þær breytingar sem þú hefur verið að hugsa um lengi án þess að koma þeim í verk. Þú ert þroskaðri nú en þú varst áður og líklegra að þú fylgir eftir ákvörðunum þínum um að gæta heilsunnar betur með því að vanda fæðuval og hætta að reykja.
Heilsusamlegt líferni er aðeins hluti jöfnunnar. Aldur hjarta og beina skiptir líka miklu máli. Sértu sjötug kona hefur líkaminn verið að störfum í 70 ár og látið á sjá í samræmi við það. Sértu 35 ára og í tíðahvörfum vegna krabbameinsmeðferðar eru eggjastokkarnir að vísu hættir störfum, en allt annað í líkama þínum er aðeins 35 ára.
Sértu miklu yngri en tíðahvarfaeinkennin gefa til kynna, hormónastarfsemin ekki eins og áður og ekki óhætt að hressa upp á hana með hormónagjöf vegna þess að þú fékkst brjóstakrabbamein, áttu þess engu að síður kost að halda þér heilbrigðri og í góðu formi. Engu skiptir á hvaða aldri þú ert, það er ýmislegt sem þú getur valið að gera til að auðvelda þér að fara í gegnum tíðahvörf.
ÞB