Tamoxifen ræðst á estrógenviðtaka
Allir kvenhormónar hafa víxlverkandi áhrif á frumur líkamans fyrir tilstilli estrógenviðtaka. Í líkamanum eru margs kyns estrógenviðtakar og hver þeirra hefur sitt sérstaka hlutverk. Viðtakar í heilanum stjórna hitastigi líkamans (hitakófin), minni, svefni og einbeitingu. Viðtakar í beinum ákvarða beinmassa og styrkleika beina. Viðtakar í brjósti bera ábyrgð á vexti brjóstafrumna.
Tamoxifen er trúlega það lyf sem best er þekkt þeirra sem notuð eru til að vinna á krabbameini og er beint gegn estrógenviðtökum. Tamoxifen virkar þannig að það hindrar estrógenviðtaka í frumum brjóstvefjar í að taka við boðum og dregur þannig úr frumuvexti sem stjórnast af estrógeni.
Lyfið tamoxifen hefur ýmsa kosti í för með sér svipaða þeim sem estrógen hefur. Það viðheldur styrkleika beina og heldur kólestróli niðri. Það hefur hins vegar einnig óæskilegar aukaverkanir. Sumar konur sem fá tamoxifen upplifa hitakóf sem stafa af áhrifum lyfsins á hitstýringu líkamans í heilanum og rannsóknir hafa sýnt lítillega aukna hættu á krabbameini í slímhúð legs við langvarandi notkun.
ÞB