Að lina algenga verki

Brjóstakrabbamein og meðferð þess geta valdið margs kyns verkjum. Í þessum kafla eru skoðaðir algengustu verkir og hvernig best er að takast á við þá.

Ræddu við lækninn þinn um hvers kyns verki sem þú kannt að finna reglulega fyrir. Haltu verkjadagbók og takta hana með þér eða minnispunkta þegar þú kemur í viðtal hjá lækninum.

Einnig getur verið gagnlegt að ræða fyrirfram hvers konar verkir kunni að fylgja meðferðunum sem þú átt í vændum. Með því að vera búin undir það sem getur orðið, geturðu hugsanlega komið í veg fyrir ákveðna tegund verkja eða verið fljótari að lina þá.

Finnirðu áfram fyrir verkjum þrátt fyrir tilraunir læknis þíns, máttu ekki halda að þú verðir bara að bíta á jaxlinn. Biddu um tilvísun á verkjasérfræðing eða teymi þar sem sérfræðingar geta metið ástand þitt og fundið meðferð við því sem hrjáir þig.

Eftirfarandi eru algengustu verkir af völdum brjóstakrabbameins og/eða meðferðar við því:

 ÞB