Ristill

,Ristill myndast við það að herpesveira blossar upp, sama veiran og sú sem veldur hlaupabólu. Margir hafa veiruna í líkamanum en venjulega er hún óvirk. Hún veldur ristli þegar hún kviknar við ákveðna taugabraut – oftast í andliti eða á bringu.

Ristill framkallar miðlungs til mikinn verk. Hann farmkallar taugaverk sem á ekki upptök sín í krabbameini en getur engu að síður blossað upp í konum með brjóstakrabbamein.

Meðferð við ristli hefst á því að gefið er acyclovir (Zovirax®), Zovir®, famcylovir (Famvir®) eða valcyclovir (Valtrex®) ásamt lyfjum við taugaverk svo sem sterum, ópíumlyfjum eða öðrum meðferðum við verkjum vegna taugaskemmda eftir ákvörðun læknis.

ÞB